Þetta er ekki eðlileg framkoma G.Andri Bergmann skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun