Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 15:22 Silja Rós og Kjalar stíga á svið í Söngvakeppni sjónvarpsins á morgun. Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar. Nú á dögunum tóku Silja Rós & Kjalar upp lifandi órafmangaða útgáfu af Together we grow í Stúdíó Bambus. Alda Valentína Rós sá um upptökur og eftirvinnslu á myndefni og Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur og mix af laginu sjálfu. „Lagið fjallar um það að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu og það eru skilaboðin sem ég vil skilja eftir hér líka.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Silja Rós & Kjalar - Together We Grow ( LIVE) Lagið varð til í Kaupmannahöfn þar sem Silja Rós var búsett í tvö ár. Hún samdi það ásamt danska lagahöfundinum Rasmus Olsen. Þau kynntust fyrstu vikuna sem Silja Rós var búsett í Danmörku og byrjuðu strax að vinna saman. „Rasmus er líkt og ég mikill Eurovision aðdáandi og við ákváðum að semja tvö lög með Eurovision í huga. Í haust lét ég verða að því og sendi lögin inn í keppnina og fékk svo ansi skemmtilegt símtal frá Rúnari þegar lagið komst inn í keppnina. Það kom skemmtilega á óvart og ég er eiginlega ennþá að meðtaka það að við séum að fara að keppa á laugardaginn,“ segir Silja Rós. Kjalar þekkja flestir, en hann söng sig inn í hjörtu fólks í Idolinu á Stöð 2 og endaði í öðru sæti. Kjalar og Silja Rós hafa þekkst í tvö ár en þau hafa bæði stundað nám í Tónlistarskóla MÍT/FÍH. „Lagið var upphaflega sóló lag, en ég fékk sterka tilfinningu í haust að lagið ætti að vera dúett, mér fannst textinn kalla á það. Svo þegar lagið komst inn þá fórum við að velja dúett félaga og þá var Kjalar fyrsta nafnið sem kom upp í hugann. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að deila sviðinu með honum á laugardaginn og veit ekki um betri ferðafélaga í þessu ævintýri.“ Spennt að fara á svið Hópurinn er fullur eftirvæntingar fyrir stóru stundinni á laugardaginn. Æfingar á atriðinu hafa staðið yfir síðan í janúar og mega áhorfendur búast við draumkenndu atriði í takt við lagið. „Við höfum verið í svo ótrúlega góðum höndum seinustu mánuði og unnið með dásamlegu fólki að atriðinu. Það hefur verið magnað að vinna með Lee Proud danshöfundi og Salóme Þorkelsdóttur, ég er mjög stolt af atriðinu okkar. Kristjana Stefánsdóttir raddþjálfi hefur líka staðið þétt við bakið á okkur, en hún er búin að fylgja Kjalari bæði í Söngvakeppninni og Idol. Núna erum við bara spennt að komast upp á sviðið og deila listinni.“ Tónlist Idol Eurovision Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
Nú á dögunum tóku Silja Rós & Kjalar upp lifandi órafmangaða útgáfu af Together we grow í Stúdíó Bambus. Alda Valentína Rós sá um upptökur og eftirvinnslu á myndefni og Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur og mix af laginu sjálfu. „Lagið fjallar um það að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu og það eru skilaboðin sem ég vil skilja eftir hér líka.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Silja Rós & Kjalar - Together We Grow ( LIVE) Lagið varð til í Kaupmannahöfn þar sem Silja Rós var búsett í tvö ár. Hún samdi það ásamt danska lagahöfundinum Rasmus Olsen. Þau kynntust fyrstu vikuna sem Silja Rós var búsett í Danmörku og byrjuðu strax að vinna saman. „Rasmus er líkt og ég mikill Eurovision aðdáandi og við ákváðum að semja tvö lög með Eurovision í huga. Í haust lét ég verða að því og sendi lögin inn í keppnina og fékk svo ansi skemmtilegt símtal frá Rúnari þegar lagið komst inn í keppnina. Það kom skemmtilega á óvart og ég er eiginlega ennþá að meðtaka það að við séum að fara að keppa á laugardaginn,“ segir Silja Rós. Kjalar þekkja flestir, en hann söng sig inn í hjörtu fólks í Idolinu á Stöð 2 og endaði í öðru sæti. Kjalar og Silja Rós hafa þekkst í tvö ár en þau hafa bæði stundað nám í Tónlistarskóla MÍT/FÍH. „Lagið var upphaflega sóló lag, en ég fékk sterka tilfinningu í haust að lagið ætti að vera dúett, mér fannst textinn kalla á það. Svo þegar lagið komst inn þá fórum við að velja dúett félaga og þá var Kjalar fyrsta nafnið sem kom upp í hugann. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að deila sviðinu með honum á laugardaginn og veit ekki um betri ferðafélaga í þessu ævintýri.“ Spennt að fara á svið Hópurinn er fullur eftirvæntingar fyrir stóru stundinni á laugardaginn. Æfingar á atriðinu hafa staðið yfir síðan í janúar og mega áhorfendur búast við draumkenndu atriði í takt við lagið. „Við höfum verið í svo ótrúlega góðum höndum seinustu mánuði og unnið með dásamlegu fólki að atriðinu. Það hefur verið magnað að vinna með Lee Proud danshöfundi og Salóme Þorkelsdóttur, ég er mjög stolt af atriðinu okkar. Kristjana Stefánsdóttir raddþjálfi hefur líka staðið þétt við bakið á okkur, en hún er búin að fylgja Kjalari bæði í Söngvakeppninni og Idol. Núna erum við bara spennt að komast upp á sviðið og deila listinni.“
Tónlist Idol Eurovision Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira