Svíar og Norðmenn einoka verðlaunasætin á heimsmeistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 21:30 Simen Kruger fagnar þegar hann kemur í mark í 30 km göngunni í dag. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í skíðagöngu fer nú fram í Planica í Slóveníu. Eftir fyrstu keppnisgreinarnar hafa nágrannaþjóðirnar Norðmenn og Svíar svo gott sem einokað verðlaunasætin. Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall. Skíðaíþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira