Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja Kári Mímisson skrifar 24. febrúar 2023 21:05 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld. „Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“ Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
„Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“
Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira