Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Karl Reynir Einarsson skrifar 25. febrúar 2023 08:01 Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. Áður en lengra er haldið er þó rétt að árétta eftirfarandi: Út frá þeirri þekkingu sem fyrir hendi er í dag er ekki hægt að mæla með notkun sílósíbíns við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algjörum undantekningartilvikum þar sem aðrar gagnreyndar meðferðir hafa reynst árangurslausar. Í þessum tilvikum myndi þurfa sérstök leyfi frá til þess bærum aðilum og meðferð undir þessum formerkjum hefur ekki verið í boði á Íslandi. Það er því miður svo að umræðan um sílósíbin er komin út á villugötur. Það er eitt að nota efni til að komast í vímu og annað að nota efni í meðferðarlegum tilgangi. Rítalin er t.d. notað við athyglisbresti og gagnast mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra, en það er líka misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verður hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það er þó alls ekki víst. Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós. Allt of margir þeirra sem glíma við geðraskanir fá ekki bót meina sinna þrátt fyrir að leita sér aðstoðar eftir hefðbundnum leiðum s.s. sálfræðimeðferð, lyfjum eða breyttum lífstíl. Það er því ekki að undra að þessir einstaklingar séu áhugasamir um nýjar leiðir sem mögulega gætu hjálpað. Hvernig er annað hægt? Því miður er hins vegar of lítið vitað um gagnsemi og áhættu þessarar meðferðar svo hægt sé að ráðleggja hana nema í sérstökum tilfellum eins og áður segir. Inni á heilbrigðisstofnun þar sem til staðar er fagfólk virðist hún áhættulítil. Hugvíkkandi efni geta hins vegar ýtt undir geðrof og valdið mikilli vanlíðan sem getur leitt til hörmulegra afleiðinga ef ekki er gripið inn í á réttan hátt. Notkun utan heilbrigðisstofnana þar sem ekki er til staðar fagfólk getur því verið hættuleg. Ég, eins og margir aðrir, fylgist með eftirvæntingu með þeim rannsóknum sem nú eru gerðar. Það er þó enn mikil óvissa. Það er vandasamt að framkvæma rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum og margt sem getur orðið til þess að efnið virðist hjálplegt þegar það er það e.t.v. ekki í raun og veru. Þess vegna þarf margar og stórar rannsóknir. Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við. Í dag er mikilvægast að við förum ekki fram úr okkur. Sölumenn snákaolíu eru víða og veikt fólk uppáhalds viðskiptavinirnir. Það er eðlilegt að þessu efni sé sýndur áhugi og ánægjulegt að sjá að hann nær til æðstu ráðamanna í landinu. Það gott að vita af því að þar er góður vilji og geta til að bæta geðheilbrigði þjóðarinnar. En þegar áhuginn er mikill, málefnið er gott og okkur liggur á, þá geta jafnvel vænstu menn villst af leið. Undanfarna daga hafa hugmyndir um rannsóknir á verkun sílósíbíns hjá föngum sem hafa lokið afplánun verið nokkuð í umræðunni. Til þess að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðilegra sjónarmiða – og vonandi enginn. Ég vona að sá áhugi sem geðheilbrigðismálum hefur verið sýndur haldi áfram. Verkefnin eru mörg og listinn langur. Ég vil þó nefna eitt mál sérstaklega sem mögulega hefur ekki verið haldið nógu vel á lofti, og er ég jafnsekur um það og aðrir: Við þurfum að gera átak í geðheilbrigðismálum aldraðra og við þurfum að leggja drög að því hér rísi öldrunargeðdeild. Á meðan við sjáum hvað kemur út úr rannsóknum á sílósíbíni á næstu árum þá gætum við byrjað á þessu. Við vitum að þetta þarf, að þetta hjálpar og er vandamál sem gerir ekkert annað en að stækka á meðan ekkert er að gert. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. Áður en lengra er haldið er þó rétt að árétta eftirfarandi: Út frá þeirri þekkingu sem fyrir hendi er í dag er ekki hægt að mæla með notkun sílósíbíns við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algjörum undantekningartilvikum þar sem aðrar gagnreyndar meðferðir hafa reynst árangurslausar. Í þessum tilvikum myndi þurfa sérstök leyfi frá til þess bærum aðilum og meðferð undir þessum formerkjum hefur ekki verið í boði á Íslandi. Það er því miður svo að umræðan um sílósíbin er komin út á villugötur. Það er eitt að nota efni til að komast í vímu og annað að nota efni í meðferðarlegum tilgangi. Rítalin er t.d. notað við athyglisbresti og gagnast mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra, en það er líka misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verður hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það er þó alls ekki víst. Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós. Allt of margir þeirra sem glíma við geðraskanir fá ekki bót meina sinna þrátt fyrir að leita sér aðstoðar eftir hefðbundnum leiðum s.s. sálfræðimeðferð, lyfjum eða breyttum lífstíl. Það er því ekki að undra að þessir einstaklingar séu áhugasamir um nýjar leiðir sem mögulega gætu hjálpað. Hvernig er annað hægt? Því miður er hins vegar of lítið vitað um gagnsemi og áhættu þessarar meðferðar svo hægt sé að ráðleggja hana nema í sérstökum tilfellum eins og áður segir. Inni á heilbrigðisstofnun þar sem til staðar er fagfólk virðist hún áhættulítil. Hugvíkkandi efni geta hins vegar ýtt undir geðrof og valdið mikilli vanlíðan sem getur leitt til hörmulegra afleiðinga ef ekki er gripið inn í á réttan hátt. Notkun utan heilbrigðisstofnana þar sem ekki er til staðar fagfólk getur því verið hættuleg. Ég, eins og margir aðrir, fylgist með eftirvæntingu með þeim rannsóknum sem nú eru gerðar. Það er þó enn mikil óvissa. Það er vandasamt að framkvæma rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum og margt sem getur orðið til þess að efnið virðist hjálplegt þegar það er það e.t.v. ekki í raun og veru. Þess vegna þarf margar og stórar rannsóknir. Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við. Í dag er mikilvægast að við förum ekki fram úr okkur. Sölumenn snákaolíu eru víða og veikt fólk uppáhalds viðskiptavinirnir. Það er eðlilegt að þessu efni sé sýndur áhugi og ánægjulegt að sjá að hann nær til æðstu ráðamanna í landinu. Það gott að vita af því að þar er góður vilji og geta til að bæta geðheilbrigði þjóðarinnar. En þegar áhuginn er mikill, málefnið er gott og okkur liggur á, þá geta jafnvel vænstu menn villst af leið. Undanfarna daga hafa hugmyndir um rannsóknir á verkun sílósíbíns hjá föngum sem hafa lokið afplánun verið nokkuð í umræðunni. Til þess að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðilegra sjónarmiða – og vonandi enginn. Ég vona að sá áhugi sem geðheilbrigðismálum hefur verið sýndur haldi áfram. Verkefnin eru mörg og listinn langur. Ég vil þó nefna eitt mál sérstaklega sem mögulega hefur ekki verið haldið nógu vel á lofti, og er ég jafnsekur um það og aðrir: Við þurfum að gera átak í geðheilbrigðismálum aldraðra og við þurfum að leggja drög að því hér rísi öldrunargeðdeild. Á meðan við sjáum hvað kemur út úr rannsóknum á sílósíbíni á næstu árum þá gætum við byrjað á þessu. Við vitum að þetta þarf, að þetta hjálpar og er vandamál sem gerir ekkert annað en að stækka á meðan ekkert er að gert. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun