Þó fjallið sé ekki hátt í loftinu, þá stendur þetta mosagræna fell á kolsvörtum Mælifellsandi og tekur bara nokkrar mínutur að labba upp hlíðarnar. Þar er svo stórkostlegt útsýni, sem er erfitt að lýsa í orðum en sjón er sögu ríkari:
Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir af ævintýrinu.



Garpur og Andri heimsóttu íshellana í Kötlujökli í síðasta þætti sem hægt er að horfa á hér að neðan.
Í fyrsta þætti Okkar eigið Ísland fóru þeir félagarnir í leiðangur upp Hraundranga í Öxnadal á einn frægasta tind landsins.