Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:00 Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun