Sundföt leyfð í nektarnýlendu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. febrúar 2023 16:15 Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Getty/Jens Büttner Hæstiréttur Spánar hefur bannað húsfélagi nektarnýlendu á Suður-Spáni að meina fólki í sundfötum aðgang að sundlaugum hverfisins. Dómararnir telja bannið brot á jafnræðisreglunni. Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur. Spánn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur.
Spánn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira