Sport

Baldvin sló Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Baldvin sló metið á móti í Ohio.
Baldvin sló metið á móti í Ohio. FRÍ

Baldvin Þór Magnússon sló í fyrradag eigið Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss þegar hann vann sigur á móti sem fór fram í Bowling Green í Ohio.

Baldvin stundar nám í Eastern Michican skólanum í Bandaríkjunum en mótið í fyrradag var svæðamót MAC sem stendur fyrir Mid-American Conference).

Baldvin kom í mark á tímanum 13:58,24 og bætti eigið Íslandsmet um rúmar þrjár sekúndur. Hann vann sigur á mótinu og er því svæðismeistari MAC. Fyrra Íslandsmet Baldvins Þórs setti hann í desember en hann er einnig handhafi Íslandsmetsins utanhúss.

Þá keppti Baldvin Þór einnig í mílu hlaupi sem og 3000 metra hlaupi í gær og vann sigur í báðum greinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×