„KKÍ er að gleyma sér í partýinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 14:30 Viðar Örn Hafsteinsson var allt annað en sáttur með uppákomuna í dag. Vísir/Bára Dröfn Enginn dómari frá KKÍ mætti í leik Breiðabliks og Hattar í 12.flokki karla en lið Hattar var komið frá Egilsstöðum til að spila leikinn. Starfsmaður Egilsstaðaliðsins þurfti sjálfur að dæma leikinn. Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“ Íþróttir barna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“
Íþróttir barna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum