Meðvirkni á vinnustað Sunna Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2023 07:31 Meðvirkni á vinnustað er vandamál sem bæði almennt starfsfólk og stjórnendur þurfa að vera meðvitað um. Skilgreining á meðvirkni samkvæmt Psychology Today er; ójafnvægi í sambandi, þar sem einn einstaklingur fórnar eigin þörfum og vellíðan fyrir sakir hins. Oft er um að ræða samskipti milli tveggja (eða fleiri) aðila, þar sem „fórnarhegðunin“ fer í að réttlæta, eða lagfæra skemmandi hegðun hins aðilans. Skemmandi hegðun getur verið allt frá því að sýna óþroskaða hegðun, ábyrgðarleysi, lítinn árangur, eða einfaldlega skýr merki um vanhæfni í starfi. Möguleg merki um meðvirkni á vinnustað Á vef Positive Psychology er útlistað hvernig þekkja eigi merki meðvirkni, og er þar einblýnt á þá fórnarhegðun sem annar einstaklingurinn sýnir. Er þar til dæmis nefnd hegðan eins og: Einstaklingur einblýnir á möguleg mistök Einstaklingur hefur þörf á að aðstoða annað fólk Einstaklingur á erfitt með að segja nei Almennt séð er hér verið að lýsa nákvæmum, hjálpsömum, og dugmiklum einstaklingi sem allir atvinnurekendur yrðu hæst ánægðir með að hafa í starfsliði sínu. En þarna blandast einnig inn persónublæbrigði eins og: Einstaklingur á erfitt með að tjá þarfir sína eða óskir varðandi verk/aðstæður Einstaklingur neitar eigin þörfum, hugsunum og tilfinningum til að þóknast öðrum Einstaklingar sem ekki setja skýr mörk eiga því á hættu að vera dregnir inn í að sinna skyldum og verkum annarra, einfaldlega vegna hjálpsemi sinnar og metnaðar í starfi. Eitt merki um mögulega meðvirkt samband er samt sem áður skýrt, en það er að samband þessara tveggja (eða fleiri) aðila felur ávallt í sér valdaójafnvægi. Sá sem sinnir fórnarhegðuninni fórnar eigin starfsánægju og oft starfsframa til þess að styðja við hinn aðilann. Hinn aðilinn, sá sem móttekur fórnarhegðunina, er þá oft sá sem fær umbun fyrir vel unnin verk þess sem sýnir fórnarhegðunina. Meðvirkni milli samstarfsfólks kemur oft þannig fram að einn (eða fleiri) aðili í teyminu er að sinna fleiri verkefnum, og eyðir meiri tíma í vinnu heldur en annar aðili, sem virðist á einfaldan máta fljóta með öðrum innan teymisins. Skapar þetta því oft óstarfhæft starfsumhverfi þar sem starfsfólk lýsir ójöfnuði og miklu álagi, og er liður í að byggja upp neikvæðan starfsanda innan teymisins. Meðvirkni og vanhæfir stjórnendur Þegar samband milli stjórnanda og teymis viðkomandi ber merki um meðvirkni, þá fer hegðunin að smitast út í teymið og fara að hafa mikil áhrif út fyrir teymið. Er þá neikvæður starfsandi þess teymis oft lýsandi fyrir andrúmsloft vinnustaðarins, og fer að bera á merkjum um neikvæða vinnustaðarmenningu almennt hjá atvinnurekanda. Mikilvægt er að hafa í huga að almennt starfsfólk skynjar sig oft í þeirri stöðu að það geti ekki nema verið meðvirkt með stjórnanda sínum, ellegar muni það annað hvort missa stöðu sína vegna hefnigirni af hendi stjórnanda eða vegna vöntunar á skilum verka eða niðurstaðna vegna vanhæfni stjórnandans. Þegar starfsfólk skynjar sig fast í meðvirkum aðstæðum, fer að bera á hegðunarvandamálum innan þess teymis sem rekja má beint til aðstæðna, eins og t.d.: Lágt sjálfsálit Þunglyndi Streita Kvíði Önnur hegðunar vandamál munu birtast í teyminu undir stjórnandanum, eins og t.d. ofbeldis hegðun milli samstarfsfólks sem ekki er tekið á, lítill metnaður og „ekki mitt starf“ fer að hljóma sem mantra teymisins, og einnig fer að bera á forðun frá vinnustaðnum vegna aðstæðna. Meðvirknin í teyminu gerir það hins vegar að verkum að velta á starfsfólki innan teymisins er lág, en gæti verið þá öllum hærri í nærliggjandi teymum. Að tækla meðvirkni á vinnustað Starfsfólk leggur almennt séð mikið á sig til þess að skila störfum sínum vel af sér og er mikill metnaður settur í að klára verk á sem skilvirkastan og hagkvæmasta máta. Festist því starfsfólk oft í neti meðvirkninnar vegna eigin vinnusemi, tryggðar við atvinnurekanda, og metnaðar í starfi. Til að svo gerist ekki, er einmitt mikilvægt að starfsfólk þekki merki um meðvirkni á vinnustað. Ef grunur leikur á að teymi sé keyrt áfram á meðvirkni gagnvart stjórnanda, er mikilvægt fyrir annað starfsfólk að átta sig á kröfum síns starfs, og setja skýr mörk gagnvart því teymi, þar sem krafa um meðvirkni mun síast út til nærliggjandi teyma. Ef grunur er að þú sjálf/ur sért í meðvirku teymi, er mikilvægt að átta sig á sinni eigin vandamála hegðun og stigbundið taka á henni. Mikilvægt er að veita teymum stuðning er grunur liggur á meðvirkni á vinnustað, þar sem oft er mikið vinnuálag á þeim aðilum sem fórnarhegðunina sýna, og vinnuandi oft neikvæður vegna aðstæðna. Einnig er erfitt fyrir einstaklinga að rífa sig úr þeim ávana að sýna fórnarhegðun gagnvart öðrum, og því mikið átak framundan hjá þeim að bæði vinna við erfiðar aðstæður sem og stunda ýtarlega sjálfsvinnu til að tækla sína vandamála hegðun. Þegar grunur er um neikvæðan starfsanda og vinnustaðamenningu vegna meðvirkni á vinnustað, er mikilvægt að tilkynna um slíkt til mannauðssviðs sem getur lóðsað starfsfólki áfram er kemur að úrvinnslu á aðstæðum sem og eigin hegðun, og stutt við og styrkt allt starfsfólk til framtíðar í sínu starfi. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Meðvirkni á vinnustað er vandamál sem bæði almennt starfsfólk og stjórnendur þurfa að vera meðvitað um. Skilgreining á meðvirkni samkvæmt Psychology Today er; ójafnvægi í sambandi, þar sem einn einstaklingur fórnar eigin þörfum og vellíðan fyrir sakir hins. Oft er um að ræða samskipti milli tveggja (eða fleiri) aðila, þar sem „fórnarhegðunin“ fer í að réttlæta, eða lagfæra skemmandi hegðun hins aðilans. Skemmandi hegðun getur verið allt frá því að sýna óþroskaða hegðun, ábyrgðarleysi, lítinn árangur, eða einfaldlega skýr merki um vanhæfni í starfi. Möguleg merki um meðvirkni á vinnustað Á vef Positive Psychology er útlistað hvernig þekkja eigi merki meðvirkni, og er þar einblýnt á þá fórnarhegðun sem annar einstaklingurinn sýnir. Er þar til dæmis nefnd hegðan eins og: Einstaklingur einblýnir á möguleg mistök Einstaklingur hefur þörf á að aðstoða annað fólk Einstaklingur á erfitt með að segja nei Almennt séð er hér verið að lýsa nákvæmum, hjálpsömum, og dugmiklum einstaklingi sem allir atvinnurekendur yrðu hæst ánægðir með að hafa í starfsliði sínu. En þarna blandast einnig inn persónublæbrigði eins og: Einstaklingur á erfitt með að tjá þarfir sína eða óskir varðandi verk/aðstæður Einstaklingur neitar eigin þörfum, hugsunum og tilfinningum til að þóknast öðrum Einstaklingar sem ekki setja skýr mörk eiga því á hættu að vera dregnir inn í að sinna skyldum og verkum annarra, einfaldlega vegna hjálpsemi sinnar og metnaðar í starfi. Eitt merki um mögulega meðvirkt samband er samt sem áður skýrt, en það er að samband þessara tveggja (eða fleiri) aðila felur ávallt í sér valdaójafnvægi. Sá sem sinnir fórnarhegðuninni fórnar eigin starfsánægju og oft starfsframa til þess að styðja við hinn aðilann. Hinn aðilinn, sá sem móttekur fórnarhegðunina, er þá oft sá sem fær umbun fyrir vel unnin verk þess sem sýnir fórnarhegðunina. Meðvirkni milli samstarfsfólks kemur oft þannig fram að einn (eða fleiri) aðili í teyminu er að sinna fleiri verkefnum, og eyðir meiri tíma í vinnu heldur en annar aðili, sem virðist á einfaldan máta fljóta með öðrum innan teymisins. Skapar þetta því oft óstarfhæft starfsumhverfi þar sem starfsfólk lýsir ójöfnuði og miklu álagi, og er liður í að byggja upp neikvæðan starfsanda innan teymisins. Meðvirkni og vanhæfir stjórnendur Þegar samband milli stjórnanda og teymis viðkomandi ber merki um meðvirkni, þá fer hegðunin að smitast út í teymið og fara að hafa mikil áhrif út fyrir teymið. Er þá neikvæður starfsandi þess teymis oft lýsandi fyrir andrúmsloft vinnustaðarins, og fer að bera á merkjum um neikvæða vinnustaðarmenningu almennt hjá atvinnurekanda. Mikilvægt er að hafa í huga að almennt starfsfólk skynjar sig oft í þeirri stöðu að það geti ekki nema verið meðvirkt með stjórnanda sínum, ellegar muni það annað hvort missa stöðu sína vegna hefnigirni af hendi stjórnanda eða vegna vöntunar á skilum verka eða niðurstaðna vegna vanhæfni stjórnandans. Þegar starfsfólk skynjar sig fast í meðvirkum aðstæðum, fer að bera á hegðunarvandamálum innan þess teymis sem rekja má beint til aðstæðna, eins og t.d.: Lágt sjálfsálit Þunglyndi Streita Kvíði Önnur hegðunar vandamál munu birtast í teyminu undir stjórnandanum, eins og t.d. ofbeldis hegðun milli samstarfsfólks sem ekki er tekið á, lítill metnaður og „ekki mitt starf“ fer að hljóma sem mantra teymisins, og einnig fer að bera á forðun frá vinnustaðnum vegna aðstæðna. Meðvirknin í teyminu gerir það hins vegar að verkum að velta á starfsfólki innan teymisins er lág, en gæti verið þá öllum hærri í nærliggjandi teymum. Að tækla meðvirkni á vinnustað Starfsfólk leggur almennt séð mikið á sig til þess að skila störfum sínum vel af sér og er mikill metnaður settur í að klára verk á sem skilvirkastan og hagkvæmasta máta. Festist því starfsfólk oft í neti meðvirkninnar vegna eigin vinnusemi, tryggðar við atvinnurekanda, og metnaðar í starfi. Til að svo gerist ekki, er einmitt mikilvægt að starfsfólk þekki merki um meðvirkni á vinnustað. Ef grunur leikur á að teymi sé keyrt áfram á meðvirkni gagnvart stjórnanda, er mikilvægt fyrir annað starfsfólk að átta sig á kröfum síns starfs, og setja skýr mörk gagnvart því teymi, þar sem krafa um meðvirkni mun síast út til nærliggjandi teyma. Ef grunur er að þú sjálf/ur sért í meðvirku teymi, er mikilvægt að átta sig á sinni eigin vandamála hegðun og stigbundið taka á henni. Mikilvægt er að veita teymum stuðning er grunur liggur á meðvirkni á vinnustað, þar sem oft er mikið vinnuálag á þeim aðilum sem fórnarhegðunina sýna, og vinnuandi oft neikvæður vegna aðstæðna. Einnig er erfitt fyrir einstaklinga að rífa sig úr þeim ávana að sýna fórnarhegðun gagnvart öðrum, og því mikið átak framundan hjá þeim að bæði vinna við erfiðar aðstæður sem og stunda ýtarlega sjálfsvinnu til að tækla sína vandamála hegðun. Þegar grunur er um neikvæðan starfsanda og vinnustaðamenningu vegna meðvirkni á vinnustað, er mikilvægt að tilkynna um slíkt til mannauðssviðs sem getur lóðsað starfsfólki áfram er kemur að úrvinnslu á aðstæðum sem og eigin hegðun, og stutt við og styrkt allt starfsfólk til framtíðar í sínu starfi. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun