Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar sem gagnrýnir boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins harðlega og boðar aðgerðir. 

Sólveig er einnig harðorð í garð stjórnvalda sem hún segir standa aðgerðarlausa hjá. Félagsdómur verður síðan tvívegis með mál í dag sem tengjast deilunni.

Þá fjöllum við um verðbólguna sem hefur ekki verið meiri frá árinu 2009 og heyrum í sérfræðingi um stöðu mála. 

Einnig fjöllum við um kulnun í starfi og notkun þunglyndislyfja hér á landi en síðar í dag verður efnt til sérstakrar umræðu um stöðu þeirra mála hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×