Lífið

Hópur eldri kvenna slær í gegn: Endur­­­sköpuðu hálf­­­leiks­at­riði Ri­hönnu

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Mikill metnaður hefur verið lagður í atriðið og er það augljóst dæmi um það hvernig tónlist og dans getur sameinað fólk, burstséð frá aldri eða líkamlegri getu.
Mikill metnaður hefur verið lagður í atriðið og er það augljóst dæmi um það hvernig tónlist og dans getur sameinað fólk, burstséð frá aldri eða líkamlegri getu. Tiktok

Meðfylgjandi myndskeið kemur unnið hug og hjörtu netverja undanfarna daga og er sönnun þess að við erum aldrei of gömul til að sleppa af okkur beislinu, hafa gaman og lifa lífinu til hins ýtrasta.

Þar má sjá hóp ellefu kvenna á aldrinum 80 til 92 ára sem endurskapa söngatriði stórstjörnunnar Rihönnu, en hún kom fram á tónleikum í hálfleik Superbowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar nú á dögunum. 

Konurnar ellefu sem koma fram á myndskeiðinu búa á Arcadia Senior Living Bowling Green sem er hjúkrunarheimili í Kentucky. Ein þeirra, Dora Martin fer fremst í flokki, með danshreyfingar Rihönnu þaulæfðar og klædd í rautt. Restin af hópnum dansar í bakgrunni og eru allar klæddar í hvítt.

Mikill metnaður hefur verið lagður í atriðið og er það augljóst dæmi um það hvernig tónlist og dans getur sameinað fólk, burstséð frá aldri eða líkamlegri getu.

Myndskeiðið var birt á Facebook síðu hjúkrunarheimilisins nýlega og hafa tugir þúsunda horft á það og deilt því áfram. Athugasemdir hafa hrúgast inn.

„Ég elska þetta! Þessar fallegu konur eru ennþá upp á sitt besta!“ segir einn netverji. 

„Þetta er ótrúlegt!“ ritar annar og sá þriðji skrifar: „Þessar dömur eru að massa þetta! Elska þetta!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.