„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 07:48 Kokkurinn Guy Savoy (fyrir miðju) með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mauricio Macri (til hægri), fyrrverandi forseta Argentínu. Lengst til vinstri er Juliana Awada, fyrrverandi forsetafrú Argentínu, og við hlið hennar Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands. Myndin er tekin 2018. EPA Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926. Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926.
Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira