Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum. Ljóst hefur verið um nokkuð skeið að Ísland stæði ekki við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Losun Íslands er umfram þær tuttugu milljónir koltvísýringsígilda sem það fékk úthlutað eftir kvótakerfi Kýótó-bókunarinnar. Skuldbindingarnar eru einnig gagnvart samningi Íslands við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði 29 ríkja. Endanlegt uppgjör á skuldbindingum vegna Kýótó fer fram um mitt þetta ár. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar þarf Ísland að kaupa losunarheimildir fyrir 3,4 milljónir tonna koltvísýringsígilda sem voru losuð umfram þann kvóta sem Ísland fékk, að því er kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórninni á föstudag. Æskilegast að kaupa landsheimildir eða loftslagsvænni þróunaraðstoð Ísland hefur ekki áður gripið til þess ráðst að kaupa losunarheimildir, ólíkt mörgum öðrum ríkjum. Í minnisblaðinu segir að nú sé hins vegar ljóst að Ísland þurfi að nýta sér þann kost til þess að standa við skuldbindingar sínar. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins sem var skipaður í maí 2020 hefur kortlagt kosti Íslands til þess að mæta skuldbindingum sínum og hugsanlegan kostnað. Hann skoðaði meðal annars hvort kaup á einingum skiluðu raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Niðurstaða hópsins er að æskilegustu leiðirnar séu að kaupa annað hvort ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. CER-einingarnar yrðu keyptar á svonefndum eftirmarkaði eða af ríkjum sem eiga slíkar einingar umfram þörf. Ákvörðun hefur þó enn ekki verið tekin um hvaða einingar verða keyptar. Ráðuneytið mælir með því að settur ferði á fót annar vinnuhópur um verkefnið með aðkomu fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Umhverfisstofnun. Búast við að heimild í fjárlögum dugi fyrir kaupunum Gert er ráð fyrir 800 milljónum króna á fjárlögum þessa árs til þess að ganga frá kaupum á losunarheimildum vegna Kýótó. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að endanleg fjárhæð kaup á losunarheimildum liggi ekki fyrir þar sem málið sé ekki frágengið. „Fjárheimildin í fjárlögum 2023 var ákveðin út frá ákveðnum forsendum í greiningum og bendir sú vinna til að fjárhæðin dugi til að ganga frá uppgjörinu,“ segir í svarinu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir yfirskot um 3,4 milljónir tonn umfram heimildir á tímabilinu rosalegt og að það veki athygli hversu létt ráðuneytið reikni með að sleppa frá því. Miðað við heimildina í fjárlögum sé gert ráð fyrir að hvort tonn koltvísýringígilda kosti 235 krónur sem sé aðeins brot af því sem það kosti í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skýringin sé væntanlega það sem hann kallar risastóra galla í Kýótó-kerfinu sem leiddu til mikils offramboðs af einingum. „Fyrir vikið kemst Ísland upp með að hafa ekki staðið fyrir raunverulegum kerfisbreytingum í þágu loftslagsmála, heldur nær sér innan ramma með bókhaldsbrellum og sektargreiðslum, aðgerðum sem hafa engin jákvæð áhrif á lofthjúp jarðar,“ segir Andrés Ingi við Vísi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur verið gagnrýninn á frammistöðu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm Loftslagsmarkmið sjáist hvergi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar Hversu seint ríkisstjórnin fari af stað í að ganga frá Kýótó-skuldbindingum sínum sé í takti við almennt aðgerðaleysi hennar í loftslagsmálum, að mati Andrésar Inga. Þrátt fyrir yfirlýsingar um mentarfull markmið fari losun vaxandi og allar líkur séu á að sú þróun haldi áfram. „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur ekki verið uppfærð í þrjú ár, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist hafa sett sér metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun á þeim tíma. Þau markmið sjást hvergi í aðgerðum stjórnvalda,“ segir þingmaðurinn. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Ljóst hefur verið um nokkuð skeið að Ísland stæði ekki við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Losun Íslands er umfram þær tuttugu milljónir koltvísýringsígilda sem það fékk úthlutað eftir kvótakerfi Kýótó-bókunarinnar. Skuldbindingarnar eru einnig gagnvart samningi Íslands við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði 29 ríkja. Endanlegt uppgjör á skuldbindingum vegna Kýótó fer fram um mitt þetta ár. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar þarf Ísland að kaupa losunarheimildir fyrir 3,4 milljónir tonna koltvísýringsígilda sem voru losuð umfram þann kvóta sem Ísland fékk, að því er kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórninni á föstudag. Æskilegast að kaupa landsheimildir eða loftslagsvænni þróunaraðstoð Ísland hefur ekki áður gripið til þess ráðst að kaupa losunarheimildir, ólíkt mörgum öðrum ríkjum. Í minnisblaðinu segir að nú sé hins vegar ljóst að Ísland þurfi að nýta sér þann kost til þess að standa við skuldbindingar sínar. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins sem var skipaður í maí 2020 hefur kortlagt kosti Íslands til þess að mæta skuldbindingum sínum og hugsanlegan kostnað. Hann skoðaði meðal annars hvort kaup á einingum skiluðu raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Niðurstaða hópsins er að æskilegustu leiðirnar séu að kaupa annað hvort ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. CER-einingarnar yrðu keyptar á svonefndum eftirmarkaði eða af ríkjum sem eiga slíkar einingar umfram þörf. Ákvörðun hefur þó enn ekki verið tekin um hvaða einingar verða keyptar. Ráðuneytið mælir með því að settur ferði á fót annar vinnuhópur um verkefnið með aðkomu fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Umhverfisstofnun. Búast við að heimild í fjárlögum dugi fyrir kaupunum Gert er ráð fyrir 800 milljónum króna á fjárlögum þessa árs til þess að ganga frá kaupum á losunarheimildum vegna Kýótó. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að endanleg fjárhæð kaup á losunarheimildum liggi ekki fyrir þar sem málið sé ekki frágengið. „Fjárheimildin í fjárlögum 2023 var ákveðin út frá ákveðnum forsendum í greiningum og bendir sú vinna til að fjárhæðin dugi til að ganga frá uppgjörinu,“ segir í svarinu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir yfirskot um 3,4 milljónir tonn umfram heimildir á tímabilinu rosalegt og að það veki athygli hversu létt ráðuneytið reikni með að sleppa frá því. Miðað við heimildina í fjárlögum sé gert ráð fyrir að hvort tonn koltvísýringígilda kosti 235 krónur sem sé aðeins brot af því sem það kosti í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skýringin sé væntanlega það sem hann kallar risastóra galla í Kýótó-kerfinu sem leiddu til mikils offramboðs af einingum. „Fyrir vikið kemst Ísland upp með að hafa ekki staðið fyrir raunverulegum kerfisbreytingum í þágu loftslagsmála, heldur nær sér innan ramma með bókhaldsbrellum og sektargreiðslum, aðgerðum sem hafa engin jákvæð áhrif á lofthjúp jarðar,“ segir Andrés Ingi við Vísi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur verið gagnrýninn á frammistöðu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm Loftslagsmarkmið sjáist hvergi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar Hversu seint ríkisstjórnin fari af stað í að ganga frá Kýótó-skuldbindingum sínum sé í takti við almennt aðgerðaleysi hennar í loftslagsmálum, að mati Andrésar Inga. Þrátt fyrir yfirlýsingar um mentarfull markmið fari losun vaxandi og allar líkur séu á að sú þróun haldi áfram. „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur ekki verið uppfærð í þrjú ár, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist hafa sett sér metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun á þeim tíma. Þau markmið sjást hvergi í aðgerðum stjórnvalda,“ segir þingmaðurinn.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira