Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2023 10:41 Vísindamenn að störfum á rannsóknarstofu í Wuhan árið 2020, þar sem kórónuveirur eru rannsakaðar. EPA/SHEPHERD HOU Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Fyrst var sagt frá þessari breytingu í frétt Wall Street Journal en þar kom fram að nú teldu sérfræðingar Orkustofnunarinnar að líklegt væri að veiran hefði lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þar kom einnig fram að umræddir sérfræðingar hefðu þó litla trú á þessari niðurstöðu þeirra. Samkvæmt heimildum Washington Post var þessi niðurstaða byggð á nýrri rannsóknarvinnu vísindamanna stofnunarinnar. Uppruni faraldursins er þó enn ekki ljós og sérfræðingar Orkustofnunar Bandaríkjanna eru í minnihluta. Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Orkustofnunin er ein af níu sem mynda leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og hafa lagt mat á uppruna faraldurs Covid og ein af tveimur sem segir líklegt að veiran sem olli faraldrinum hafi lekið fyrir slysni úr rannsóknarstofu í Wuhan. Fimm segja líklegt að hún hafi smitast úr dýri í menn og tvær aðrar stofnanir segja upprunann óljósan. Í skýrslu Orkustofnunar kemur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fram að ekkert bendi til þess að átt hafi verið við kórónuveiruna sem olli Covid. Það er að segja að hún hafi þróast í náttúrunni en ekki verið búin til á tilraunastofu. Þetta eru sérfræðingar allra níu stofnananna sammála um, samkvæmt Washington Post. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ríkisstjórnin vildi komast að því hvernig faraldurinn hefði byrjað í lok árs 2019 en um það ríkti mikil óvissa. Barst líklegast úr leðurblökum í menn Veiran greindist fyrst í fólki sem tengdist markaði í Wuhan í Kína, þar sem dýr voru seld og þar á meðal leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur. Það þykir líklegasti staðurinn þar sem veiran barst fyrst í menn í lok árs 2019 og mun það hafa gerst tvisvar á skömmum tíma. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Margar rannsóknarstofur er að finna í Wuhan og er í nokkrum þeirra unnið að rannsóknum á kórónuveirum. Á svæðinu er mikið af leðurblökum og öðrum dýrum sem bera þessar veirur. Veirurnar hafa verið til rannsóknar í Wuhan um árabil vegna áhyggja, sem kviknuðu við faraldur fuglaflensunnar á árum áður, að kórónuveirur gætu valdið næsta faraldri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Stóðu í vegi rannsakenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar. Mao Ning, talskona Utanríkisráðuneytis Kína, fordæmdi í gær breytingarnar á skýrslu Orkustofnunar Bandaríkjanna og sagði Bandaríkjamönnum að hætta að níða Kína. Ekki ætti að leitina að uppruna Covid-19 að pólitísku bitbeini. Uppruni Covid-19 er pólitískt bitbein í Bandaríkjunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti, var oft harðorður í garð Kína vegna veirunnar og faraldursins og kenndi hann Kínverjum um hann. Repúblikanar tóku margir hverjir undir það og eru þeir nú að nota nýjan og nauman meirihluta þeirra í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings til að rannsaka faraldurinn, uppruna hans og viðbrögð við honum í Bandaríkjunum. Repúblikanar í heilbrigðismálanefnd Öldungadeildarinnar birtu í október skýrslu þar sem þeir héldu því fram að líklegast væri að veiran hefði lekið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Þeir viðurkenndu þó að hafa ekki sannanir fyrir því. Var einni vísað til þess að vísindamenn í Wuhan lögðu árið 2018 til að myndaður yrði starfshópur með Bandaríkjunum til að safna og rannsaka kórónuveirur sem gætu smitað menn. Það verkefni fékk þó aldrei fjármagn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Fyrst var sagt frá þessari breytingu í frétt Wall Street Journal en þar kom fram að nú teldu sérfræðingar Orkustofnunarinnar að líklegt væri að veiran hefði lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þar kom einnig fram að umræddir sérfræðingar hefðu þó litla trú á þessari niðurstöðu þeirra. Samkvæmt heimildum Washington Post var þessi niðurstaða byggð á nýrri rannsóknarvinnu vísindamanna stofnunarinnar. Uppruni faraldursins er þó enn ekki ljós og sérfræðingar Orkustofnunar Bandaríkjanna eru í minnihluta. Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Orkustofnunin er ein af níu sem mynda leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og hafa lagt mat á uppruna faraldurs Covid og ein af tveimur sem segir líklegt að veiran sem olli faraldrinum hafi lekið fyrir slysni úr rannsóknarstofu í Wuhan. Fimm segja líklegt að hún hafi smitast úr dýri í menn og tvær aðrar stofnanir segja upprunann óljósan. Í skýrslu Orkustofnunar kemur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fram að ekkert bendi til þess að átt hafi verið við kórónuveiruna sem olli Covid. Það er að segja að hún hafi þróast í náttúrunni en ekki verið búin til á tilraunastofu. Þetta eru sérfræðingar allra níu stofnananna sammála um, samkvæmt Washington Post. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ríkisstjórnin vildi komast að því hvernig faraldurinn hefði byrjað í lok árs 2019 en um það ríkti mikil óvissa. Barst líklegast úr leðurblökum í menn Veiran greindist fyrst í fólki sem tengdist markaði í Wuhan í Kína, þar sem dýr voru seld og þar á meðal leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur. Það þykir líklegasti staðurinn þar sem veiran barst fyrst í menn í lok árs 2019 og mun það hafa gerst tvisvar á skömmum tíma. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Margar rannsóknarstofur er að finna í Wuhan og er í nokkrum þeirra unnið að rannsóknum á kórónuveirum. Á svæðinu er mikið af leðurblökum og öðrum dýrum sem bera þessar veirur. Veirurnar hafa verið til rannsóknar í Wuhan um árabil vegna áhyggja, sem kviknuðu við faraldur fuglaflensunnar á árum áður, að kórónuveirur gætu valdið næsta faraldri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Stóðu í vegi rannsakenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar. Mao Ning, talskona Utanríkisráðuneytis Kína, fordæmdi í gær breytingarnar á skýrslu Orkustofnunar Bandaríkjanna og sagði Bandaríkjamönnum að hætta að níða Kína. Ekki ætti að leitina að uppruna Covid-19 að pólitísku bitbeini. Uppruni Covid-19 er pólitískt bitbein í Bandaríkjunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti, var oft harðorður í garð Kína vegna veirunnar og faraldursins og kenndi hann Kínverjum um hann. Repúblikanar tóku margir hverjir undir það og eru þeir nú að nota nýjan og nauman meirihluta þeirra í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings til að rannsaka faraldurinn, uppruna hans og viðbrögð við honum í Bandaríkjunum. Repúblikanar í heilbrigðismálanefnd Öldungadeildarinnar birtu í október skýrslu þar sem þeir héldu því fram að líklegast væri að veiran hefði lekið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Þeir viðurkenndu þó að hafa ekki sannanir fyrir því. Var einni vísað til þess að vísindamenn í Wuhan lögðu árið 2018 til að myndaður yrði starfshópur með Bandaríkjunum til að safna og rannsaka kórónuveirur sem gætu smitað menn. Það verkefni fékk þó aldrei fjármagn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08