Átta á gjörgæslu vegna streptókka þegar mest hefur verið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 19:13 Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir mikinn fjölda streptókokkasmita hafa haft áhrif á starfsemi spítalans. Vísir/Arnar Í janúar veiktust fleiri alvarlega af streptókokkum en allt árið áður. Smitsjúkdómalæknir segir að þegar mest hafi verið hafi átta sjúklingar legið á gjörgæslu vegna streptókokka. Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59