Ten Hag: Fernu-tal er bara fyrir stuðningsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 15:01 Erik ten Hag lyfti hér enska deildabikarnum eftir sigur Manchester United á Newcastle United á Wembley um síðustu helgi. Getty/James Gill Manchester United hefur þegar unnið einn titil á tímabilinu og getur enn bætt við þremur til viðbótar. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag talaði (eða talaði ekki) um mögulegt fernutímabil á blaðamannafundi fyrir bikarleik á móti West Ham í kvöld. Erik ten Hag s Manchester United stats since joining: 40 games: 29 W, 5 D, 6 L 77 goals 38 conceded 72.5% win percentage League Cup won 3rd in PL Still in UEL, FA Cup pic.twitter.com/NjCVDJ9vID— B/R Football (@brfootball) February 27, 2023 United liðið er í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og átta stigum frá toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn á móti West Ham í kvöld er síðan í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Ten Hag segist ekki einu sinni hafa hugsað um möguleikann á því að vinna alla fjóra bikarana á þessu tímabili. „Það tal er bara fyrir stuðningsmennina,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundinum. „Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og það er það eina sem við erum að gera,“ sagði Ten Hag. „Núna erum við búnir að tala í tíu mínútur og ég hef ekki heyra eitt orð um West Ham. Ég hélt að þetta væri blaðamannafundur fyrir leik á móti West Ham og það er því það eina sem við ættum að tala um,“ sagði Ten Hag. „Við þurfum ekki að tala um titla. Við þurfum að tala um West Ham United, því það er leikurinn sem bíður okkar á morgun (í kvöld),“ sagði Ten Hag. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Erik ten Hag has welcomed #MUFC s relentless schedule - by insisting nothing infuses ambitious players with energy like the pursuit of multiple trophies https://t.co/VayDJVkJMD— James Ducker (@TelegraphDucker) March 1, 2023 United gæti þurft að spila 65 leiki á tímabilinu ef liðið kemst í báða úrslitaleikina í enska bikarnum og Evrópudeildinni en liðið spilaði átta leiki í febrúar. Hollenski stjórinn lítur hins jákvæðum en ekki neikvæðum augum á það að spila svona marga leiki. „Mín reynsla frá Ajax segir mér það að þegar við duttum út úr Evrópukeppninni þá duttu gæðin niður og þegar þú ert í Evrópukeppninni þá gefur það liðinu orku. Hingað til hefur okkur gengið vel að vinna með leikjaálagið og ég tel að við getum haldið því áfram út tímabilið,“ sagði Ten Hag. You can t just go past this picture without liking it. - PHOTO OF THE DAY! pic.twitter.com/xwQWtzT5Lr— (@TenHagBall_) February 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag talaði (eða talaði ekki) um mögulegt fernutímabil á blaðamannafundi fyrir bikarleik á móti West Ham í kvöld. Erik ten Hag s Manchester United stats since joining: 40 games: 29 W, 5 D, 6 L 77 goals 38 conceded 72.5% win percentage League Cup won 3rd in PL Still in UEL, FA Cup pic.twitter.com/NjCVDJ9vID— B/R Football (@brfootball) February 27, 2023 United liðið er í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og átta stigum frá toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn á móti West Ham í kvöld er síðan í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Ten Hag segist ekki einu sinni hafa hugsað um möguleikann á því að vinna alla fjóra bikarana á þessu tímabili. „Það tal er bara fyrir stuðningsmennina,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundinum. „Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og það er það eina sem við erum að gera,“ sagði Ten Hag. „Núna erum við búnir að tala í tíu mínútur og ég hef ekki heyra eitt orð um West Ham. Ég hélt að þetta væri blaðamannafundur fyrir leik á móti West Ham og það er því það eina sem við ættum að tala um,“ sagði Ten Hag. „Við þurfum ekki að tala um titla. Við þurfum að tala um West Ham United, því það er leikurinn sem bíður okkar á morgun (í kvöld),“ sagði Ten Hag. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Erik ten Hag has welcomed #MUFC s relentless schedule - by insisting nothing infuses ambitious players with energy like the pursuit of multiple trophies https://t.co/VayDJVkJMD— James Ducker (@TelegraphDucker) March 1, 2023 United gæti þurft að spila 65 leiki á tímabilinu ef liðið kemst í báða úrslitaleikina í enska bikarnum og Evrópudeildinni en liðið spilaði átta leiki í febrúar. Hollenski stjórinn lítur hins jákvæðum en ekki neikvæðum augum á það að spila svona marga leiki. „Mín reynsla frá Ajax segir mér það að þegar við duttum út úr Evrópukeppninni þá duttu gæðin niður og þegar þú ert í Evrópukeppninni þá gefur það liðinu orku. Hingað til hefur okkur gengið vel að vinna með leikjaálagið og ég tel að við getum haldið því áfram út tímabilið,“ sagði Ten Hag. You can t just go past this picture without liking it. - PHOTO OF THE DAY! pic.twitter.com/xwQWtzT5Lr— (@TenHagBall_) February 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira