Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. mars 2023 10:57 Ed Sheeran ákvað að byrja upp á nýtt á plötunni sinni eftir röð áfalla. Getty/ Joseph Okpako Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)
Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira