Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. mars 2023 11:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. Verkfallsaðgerðum Eflingar og verkbanni Samtaka atvinnulífsins var aflýst í dag þegar eftir að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudag. „Þetta er löglega fram komin miðlunartillaga. Það er auðvitað ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla ekki og munu ekki gera við Eflingu kjarasamning. Þetta er þá sú staða sem upp er komin og niðurstaða alls sem á undan er gengið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali eftir að tillagan kom fram. Spurð að því hvað það hafi verið í tillögu sáttasemjara sem varð til þess að samninganefnd Eflingar gat sæst á að láta greiða atkvæði um hana vísaði Sólveig Anna meðal annars til þess að hótelþernur og bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk, til samkomulags við vinnuveitendur bílstjóra í verkfalli um bónus fyrir að aka með hættuleg efni og fulla afturvirkni frá nóvember. „Það blasti við þetta hrikalega verkbann þannig að ég sem formaður í þessu félagi og sem formaður samninganefndar þegar að þarna var fram komin lögleg miðlunartillaga [...] þá mat ég það sem svo í samtali við samninganefnd að þetta væri eitthvað sem við gætum látið fara fram atkvæðagreiðsla um og ég tel að það sé rétt ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna. Önnur lögmál um miðlunartillögu en kjarasamning Sólveig Anna svaraði því ekki beint hvort hún ætlaði að mæla með því að Eflingarfólk samþykkti miðlunartillöguna. „Ég mun auðvitað gera það sem mér sem formanni félagsins og formanni samninganefndar ber að gera sem er að skýra frá því sem gerst hefur, sem er að skýra með greinargóðum hætti frá innihaldi miðlunartillögunnar og því öðru sem fram kom í gær. Svo er það auðvitað félagsfólks sjálfs að taka ákvörðun um það hvað þau vilja gera með sitt atkvæði. Þannig að þetta er það sem ég mun gera,“ sagði formaðurinn. Þá vildi hún ekki segja til um hvort að miðlunartillagan bindi endi á kjaradeiluna. Hefði hún gert kjarasamning sem hún og samninganefnd hefðu náð og væru ánægð með hvetti hún sannarlega félagsfólk til að greiða atkvæði með honum. „Um miðlunartillögu gilda einfaldlega aðrar leikreglur en ég mun eins og ég segi bara gera skyldu mína,“ sagði Sólveig Anna. Verkfallsfólk hetjur verkalýðsbaráttunnar Ítrekaði Sólveig Anna óánægju sína með að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að gera kjarasamning við Eflingu. Árangur hefði náðst fyrir starfsfólk sem var tilbúið að leggja niður störf, þar á meðal hótelþernur og bílstjóra. Enginn gæti þó haldið því fram að það væri sigur að ekki hafi verið hægt að gera kjarasamning og miðlunartillaga hafi verið eina færa leiðin. Efling hefði sannarlega unnið sigra í deilunni á ýmsan hátt. Samtaka- og baráttumáttur félagsins þegar félagsfólk sjálft tekur þátt í starfinu væri öllum augljós. „Þetta eru hetjur íslenskrar verkalýðsbaráttu. Láglaunafólk sem sýnir að það veit hvers virði það er,“ sagði Sólveig Anna um verkfallsfólk. Eins hafi það verið sigur að Efling hafi ekki þurft að afhenda kjörskrá sína til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, sem Sólveig Anna lýsti sem ólöglegri. Eins og staðan var í deilunni hafi samninganefndin ekki talið að hægt væri að halda áfram. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá að gera kjarasamning við Eflingu og svipta félagið sjálfstæðum samningsrétti sínum. „Að einhver ætli að fara að líta á þetta sem sigur er fjarri lagi,“ sagði hún. Hefur afleiðingar að storka Eflingu Sólveig Anna varaði aðila vinnumarkaðarins við að beita sér gegn Eflingu í framtíðinni. „Ég vona sannarlega að þeir aðilar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa beitt sér fyrir því að félagið yrði svipt sínum sjálfstæða samningsrétti muni ekki reyna að gera það að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem lýsti Eflingu sem öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Það er búið að sýna það að það hefur afleiðingar? „Það hefur sannarlega afleiðingar, já,“ sagði hún. Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Verkfallsaðgerðum Eflingar og verkbanni Samtaka atvinnulífsins var aflýst í dag þegar eftir að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudag. „Þetta er löglega fram komin miðlunartillaga. Það er auðvitað ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla ekki og munu ekki gera við Eflingu kjarasamning. Þetta er þá sú staða sem upp er komin og niðurstaða alls sem á undan er gengið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali eftir að tillagan kom fram. Spurð að því hvað það hafi verið í tillögu sáttasemjara sem varð til þess að samninganefnd Eflingar gat sæst á að láta greiða atkvæði um hana vísaði Sólveig Anna meðal annars til þess að hótelþernur og bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk, til samkomulags við vinnuveitendur bílstjóra í verkfalli um bónus fyrir að aka með hættuleg efni og fulla afturvirkni frá nóvember. „Það blasti við þetta hrikalega verkbann þannig að ég sem formaður í þessu félagi og sem formaður samninganefndar þegar að þarna var fram komin lögleg miðlunartillaga [...] þá mat ég það sem svo í samtali við samninganefnd að þetta væri eitthvað sem við gætum látið fara fram atkvæðagreiðsla um og ég tel að það sé rétt ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna. Önnur lögmál um miðlunartillögu en kjarasamning Sólveig Anna svaraði því ekki beint hvort hún ætlaði að mæla með því að Eflingarfólk samþykkti miðlunartillöguna. „Ég mun auðvitað gera það sem mér sem formanni félagsins og formanni samninganefndar ber að gera sem er að skýra frá því sem gerst hefur, sem er að skýra með greinargóðum hætti frá innihaldi miðlunartillögunnar og því öðru sem fram kom í gær. Svo er það auðvitað félagsfólks sjálfs að taka ákvörðun um það hvað þau vilja gera með sitt atkvæði. Þannig að þetta er það sem ég mun gera,“ sagði formaðurinn. Þá vildi hún ekki segja til um hvort að miðlunartillagan bindi endi á kjaradeiluna. Hefði hún gert kjarasamning sem hún og samninganefnd hefðu náð og væru ánægð með hvetti hún sannarlega félagsfólk til að greiða atkvæði með honum. „Um miðlunartillögu gilda einfaldlega aðrar leikreglur en ég mun eins og ég segi bara gera skyldu mína,“ sagði Sólveig Anna. Verkfallsfólk hetjur verkalýðsbaráttunnar Ítrekaði Sólveig Anna óánægju sína með að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að gera kjarasamning við Eflingu. Árangur hefði náðst fyrir starfsfólk sem var tilbúið að leggja niður störf, þar á meðal hótelþernur og bílstjóra. Enginn gæti þó haldið því fram að það væri sigur að ekki hafi verið hægt að gera kjarasamning og miðlunartillaga hafi verið eina færa leiðin. Efling hefði sannarlega unnið sigra í deilunni á ýmsan hátt. Samtaka- og baráttumáttur félagsins þegar félagsfólk sjálft tekur þátt í starfinu væri öllum augljós. „Þetta eru hetjur íslenskrar verkalýðsbaráttu. Láglaunafólk sem sýnir að það veit hvers virði það er,“ sagði Sólveig Anna um verkfallsfólk. Eins hafi það verið sigur að Efling hafi ekki þurft að afhenda kjörskrá sína til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, sem Sólveig Anna lýsti sem ólöglegri. Eins og staðan var í deilunni hafi samninganefndin ekki talið að hægt væri að halda áfram. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá að gera kjarasamning við Eflingu og svipta félagið sjálfstæðum samningsrétti sínum. „Að einhver ætli að fara að líta á þetta sem sigur er fjarri lagi,“ sagði hún. Hefur afleiðingar að storka Eflingu Sólveig Anna varaði aðila vinnumarkaðarins við að beita sér gegn Eflingu í framtíðinni. „Ég vona sannarlega að þeir aðilar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa beitt sér fyrir því að félagið yrði svipt sínum sjálfstæða samningsrétti muni ekki reyna að gera það að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem lýsti Eflingu sem öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Það er búið að sýna það að það hefur afleiðingar? „Það hefur sannarlega afleiðingar, já,“ sagði hún. Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira