Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 12:24 Mærudögum hefur verið fagnað á Húsavík síðan árið 1994. Mærudagar Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins. Norðurþing Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins.
Norðurþing Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent