„Þetta eru ákveðin tímamót“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 13:30 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri leita í sýnatökur vegna Covid þessa dagana. Þá hafi bólusetningar gengið vel, færri mæta núna þar sem þátttaka hefur verið góð. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. Um tímamót eru að ræða en þrjú ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóð um að Covid kaflanum fari að ljúka með hækkandi sól. Heilsugæslan greindi frá því í gær að þau myndu hætta að bjóða upp á sýnatökur fyrir Covid en tilkynningin kom sama dag og þrjú ár voru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta tímabært. „Það eru náttúrulega þrjú ár liðin frá því að fyrsta Covid tilfellið var greint þannig þetta eru ákveðin tímamót. Þetta voru orðin svo fá sýni sem að voru að koma hérna hjá okkur, það voru kannski tíu manns á dag, þannig við sáum að það væri erfitt að halda þessari starfsemi úti lengur,“ segir Ragnheiður. Flestir hafi fært sig yfir í heimaprófin og taki þau gild og leiti þess ekki að staðfesta sýkingu. Heilsugæslan hefur þó enn tök á að taka sýni og senda til greiningar ef ástæða er til, líkt og Landspítalinn. Heilsugæslan mun þó fylgjast vel með þróuninni og endurskoða ákvörðun um að hætta sýnatökum ef tilefni gefst til, svo sem ef Covid fer að sækja í sig veðrið. „Að sjálfsögðu munum við gera það en það er allavega ekkert í sjónmáli enn þá og núna með hækkandi sól, þegar það er að koma sumar og fólk að fá D vítamín skammtinn sinn, þá held ég nú að þessu hljóti að fara að linna, þessu sýkingartímabili,“ segir Ragnheiður. Áfram sýnatökur fyrir farþega og bólusetningar Yfirvöld í ákveðnum löndum krefjast þess enn að farþegar framvísi neikvæðu prófi og verður áfram boðið upp á sýnatökur í heilsugæslustöðinni í Hlíðum í þeim tilvikum. „Það virðast alltaf vera einhver lönd sem eru að fara fram á það en þeim fer verulega fækkandi. Þannig það er líklega að líða undir lok líka,“ segir Ragnheiður aðspurð um hvort það sé algengt að farið sé fram á slíkt. Hvað bólusetningar varðar séu þær enn í gangi og er opið hús hjá Heilsugæslunni Mjódd að Álfabakka 14. „Þar getur fólk mætt alveg frá klukkan níu til þrjú alla daga og komið í Covid bólusetningu en svo eru líka þónokkrar heilsugæslustöðvar enn að bjóða upp á bólusetningar líka. En það fer fækkandi þar líka þannig það virðist vera komin þó nokkur þekjun á þátttöku þar,“ segir Ragnheiður. Áfram er mikið álag á heilsugæslustöðvunum þar sem ekki aðeins Covid heldur einnig aðrar öndunarfærissýkingar, einna helst streptókokkar, hafa verið að gera landsmönnum lífið leitt. „Það eru alls konar sýkingar sem að ekkert lát virðist vera á. Þannig það er töluvert mikið að gera inni á öllum stöðvum. Við erum svona að benda fólki á að fara inn á Heilsuveru, les sig til og hlúa vel að sér þessa daga sem þetta gengur yfir, þessar pestar,“ segir Ragnheiður. Covid tímabilinu sé vonandi að ljúka. „Við erum alltaf bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Svo er bara hvað verður en vonandi fer þetta að líða undir lok og þetta fari bara að vera búið, þessi kafli,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Heilsugæslan greindi frá því í gær að þau myndu hætta að bjóða upp á sýnatökur fyrir Covid en tilkynningin kom sama dag og þrjú ár voru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta tímabært. „Það eru náttúrulega þrjú ár liðin frá því að fyrsta Covid tilfellið var greint þannig þetta eru ákveðin tímamót. Þetta voru orðin svo fá sýni sem að voru að koma hérna hjá okkur, það voru kannski tíu manns á dag, þannig við sáum að það væri erfitt að halda þessari starfsemi úti lengur,“ segir Ragnheiður. Flestir hafi fært sig yfir í heimaprófin og taki þau gild og leiti þess ekki að staðfesta sýkingu. Heilsugæslan hefur þó enn tök á að taka sýni og senda til greiningar ef ástæða er til, líkt og Landspítalinn. Heilsugæslan mun þó fylgjast vel með þróuninni og endurskoða ákvörðun um að hætta sýnatökum ef tilefni gefst til, svo sem ef Covid fer að sækja í sig veðrið. „Að sjálfsögðu munum við gera það en það er allavega ekkert í sjónmáli enn þá og núna með hækkandi sól, þegar það er að koma sumar og fólk að fá D vítamín skammtinn sinn, þá held ég nú að þessu hljóti að fara að linna, þessu sýkingartímabili,“ segir Ragnheiður. Áfram sýnatökur fyrir farþega og bólusetningar Yfirvöld í ákveðnum löndum krefjast þess enn að farþegar framvísi neikvæðu prófi og verður áfram boðið upp á sýnatökur í heilsugæslustöðinni í Hlíðum í þeim tilvikum. „Það virðast alltaf vera einhver lönd sem eru að fara fram á það en þeim fer verulega fækkandi. Þannig það er líklega að líða undir lok líka,“ segir Ragnheiður aðspurð um hvort það sé algengt að farið sé fram á slíkt. Hvað bólusetningar varðar séu þær enn í gangi og er opið hús hjá Heilsugæslunni Mjódd að Álfabakka 14. „Þar getur fólk mætt alveg frá klukkan níu til þrjú alla daga og komið í Covid bólusetningu en svo eru líka þónokkrar heilsugæslustöðvar enn að bjóða upp á bólusetningar líka. En það fer fækkandi þar líka þannig það virðist vera komin þó nokkur þekjun á þátttöku þar,“ segir Ragnheiður. Áfram er mikið álag á heilsugæslustöðvunum þar sem ekki aðeins Covid heldur einnig aðrar öndunarfærissýkingar, einna helst streptókokkar, hafa verið að gera landsmönnum lífið leitt. „Það eru alls konar sýkingar sem að ekkert lát virðist vera á. Þannig það er töluvert mikið að gera inni á öllum stöðvum. Við erum svona að benda fólki á að fara inn á Heilsuveru, les sig til og hlúa vel að sér þessa daga sem þetta gengur yfir, þessar pestar,“ segir Ragnheiður. Covid tímabilinu sé vonandi að ljúka. „Við erum alltaf bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Svo er bara hvað verður en vonandi fer þetta að líða undir lok og þetta fari bara að vera búið, þessi kafli,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08