Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 10:01 Birkir Ívar Guðmundsson var skapmikill markvörður og hann komst líka langt á skapinu. Hann gleymdi heldur engu eins og sannast á þessari sögu. Getty/Stuart Franklin Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar. Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira