Kanadíski rapparinn Drake hefur í gengum tónlistarferil sinn gefið út yfir tvö hundruð lög. Hann hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður heimsins í þrettán ár og hefur enginn tónlistarmaður fengið jafn margar hlustanir á Spotify og hann.
Drake var gestur í nýjum spjallþætti annars rappara, Lil Yachty. Þar ræðir hann um margt tengd ferli sínum, meðal annars hverju hann sér eftir.
Hann sagðist sjá eftir tvennu, í fyrsta lagi að hafa verið að tala niður til annarra rappara og í öðru lagi fyrir að nefna fyrrverandi kærustur sínar á nafn í lögum sínum.
PageSix tók saman nokkrar konur sem Drake hefur nefnt á nafn í lögum sínum, meðal annars eru það Rihanna, SZA og Jennifer Lopez.
Í viðtalinu viðurkennir Drake að ein af fyrrverandi kærustum hans hafi skammað hann létt fyrir að nefna sig á nafn.
„Það sagði ein einu sinni við mig: „Það er ekki endilega hvað þú ert að segja um mig, heldur sú staðreynd að þú sagðir þetta“,“ segir Drake í viðtalinu.