Sport

Dagskráin í dag: Olís-deildin, Lengjubikarinn, ítalski boltinn og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
Valsmenn geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fótbolti, handbolti og golf er það sem boðið verður upp á á sportrásum Stöðvar 2 á þessum fallega föstudegi.

Valur tekur á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15, en með sigri tryggja Valsmenn sér deildarmeistaratitilinn. Að leik loknum verður Seinni bylgjan svo á dagskrá þar sem átjánda umferð Olís-deildarinnar verður gerð upp.

Þá tekur Stjarnan á móti Keflavík í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu klukkan 18.55 á Stöð 2 Sport 5 og klukkan 19.35 hefst bein útsending frá stórleik Napoli og Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport 2.

Að lokum hefst bein útsending frá HSBC Women's World Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi klukkan 02.30 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×