Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 3. mars 2023 14:37 Leikarar sýningarinnar frá vinstri: Starkaður Pétursson, Ólafur Ásgeirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Valdimar Guðmundsson. Berglind Rögnvaldsdóttir Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira