Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. mars 2023 16:00 Víða í Evrópu hefur borið á eggjaskorti vegna skæðrar fuglaflensu um nánast alla álfuna. by Nathan Stirk/Getty Images Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári. Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári.
Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira