Sport

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, spænski körfuboltinn, NBA og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ítalíumeistarar AC Milan sækja Fiorentina heim í kvöld.
Ítalíumeistarar AC Milan sækja Fiorentina heim í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Það verður nokkuð þétt dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem boðið verður upp á sex beinar útsendingar.

Ítalski boltinn veðrur fyrirferðamikill og við hefjum leik á viðureign Monza og Empoli klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport 2. klukkan 16:50 er svo komið að leik Atalanta og Udinese áður en Fiorentina tekur á móti Ítalíumeisturum AC Milan klukkan 19:35.

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza fá erfitt verkefni í spænska körfuboltanum þegar Barcelona mætir í heimsókn klukkan 19:35 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.

Þá mætast Washington Wizards og Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport 3 áður en bein útsending frá HSBC Women's World Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 01:30 eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×