„Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. mars 2023 21:46 Snorri Steinn Guðjónsson var virkilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. vísir/Diego Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld. „Sannfærandi sigur og flottir í seinni. Kannski munurinn að við nýttum færin betur og fækkuðum teiknifeilunum, það var það sem var að í fyrri hálfleik. Varnarlega frábærir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum um frammistöðu síns liðs. Valur skoraði aðeins 13 mörk í fyrri hálfleik sem er óvenjulega lítið á þeim bænum. Aðspurður hvað hafi verið sagt í hálfleik sagði Snorri Steinn þetta. „Mér fannst við vera aðeins á handbremsunni og mér fannst ekki geisla nógu mikið af okkur. Ég bað bara menn um að sleppa sér meira lausum.“ Langt er í næsta leik hjá Val, en næsti leikur er gegn Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. mars. Snorri Steinn segir sína menn ætla að fagna titlinum sem kom í hús í kvöld og hvílast vel fyrir næsta leik, en mikið leikjaálag hefur verið á Valsliðinu á þessu ári. „Bara mjög fínt að fá smá pásu. Við vorum að vinna hérna risastóran titil, þannig að við komum til með að fagna honum vel. Þetta er fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum að vera deildarmeistari, en ég tala nú ekki um í þessu álagi sem við erum búnir að vera í. Að halda sjó á báðum stöðum er eitthvað sem ég er ógeðslega stoltur af,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla með afar öruggum ellefu marka sigri gegn Gróttu í kvöld. Lokatölur 32-21 og Valsmenn hafa nú unnið átta titla í röð í íslenskum handbolta. 3. mars 2023 21:02 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
„Sannfærandi sigur og flottir í seinni. Kannski munurinn að við nýttum færin betur og fækkuðum teiknifeilunum, það var það sem var að í fyrri hálfleik. Varnarlega frábærir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum um frammistöðu síns liðs. Valur skoraði aðeins 13 mörk í fyrri hálfleik sem er óvenjulega lítið á þeim bænum. Aðspurður hvað hafi verið sagt í hálfleik sagði Snorri Steinn þetta. „Mér fannst við vera aðeins á handbremsunni og mér fannst ekki geisla nógu mikið af okkur. Ég bað bara menn um að sleppa sér meira lausum.“ Langt er í næsta leik hjá Val, en næsti leikur er gegn Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. mars. Snorri Steinn segir sína menn ætla að fagna titlinum sem kom í hús í kvöld og hvílast vel fyrir næsta leik, en mikið leikjaálag hefur verið á Valsliðinu á þessu ári. „Bara mjög fínt að fá smá pásu. Við vorum að vinna hérna risastóran titil, þannig að við komum til með að fagna honum vel. Þetta er fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum að vera deildarmeistari, en ég tala nú ekki um í þessu álagi sem við erum búnir að vera í. Að halda sjó á báðum stöðum er eitthvað sem ég er ógeðslega stoltur af,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla með afar öruggum ellefu marka sigri gegn Gróttu í kvöld. Lokatölur 32-21 og Valsmenn hafa nú unnið átta titla í röð í íslenskum handbolta. 3. mars 2023 21:02 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla með afar öruggum ellefu marka sigri gegn Gróttu í kvöld. Lokatölur 32-21 og Valsmenn hafa nú unnið átta titla í röð í íslenskum handbolta. 3. mars 2023 21:02