Kolbeinn Höður hljóp metrana 60 á 6,73 sekúndum sem er 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti hans sem er 6,68 sekúndur. Þá munaði aðeins 1/100 sekúndu að hann kæmist áfram. Kolbeinn endaði fimmti í sínum riðli en fjórir efstu úr hverjum riðli fara áfram í úrslit.
Tveir hlauparar í riðli Kolbeins hlutu á 6,72 sekúndum og því var Kolbeinn grátlega nálægt því að komast áfram. Hann endaði í 26. sæti af 37 keppendum.