Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12, eins og venjulega.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12, eins og venjulega.

Formaður Eflingar mun greiða atkvæði með miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, og telur ekkert annað vera í stöðunni. Framkvæmdastjóri SA gerir ráð fyrir því að félagsmenn greiði atkvæði með tillögunni. Við fjöllum um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Þá förum við yfir stöðuna á umfangsmikilli leit að karlmanni á fimmtugsaldri sem hófst aftur í morgun eftir að leitað var fram á kvöld í gær. tofnfundur samtaka fólks með offitu fer fram síðar í dag. Einn stofnenda segir mikla þörf á að opna augu samfélagsins og heilbrigðiskerfisins fyrir veruleika fólks með offitu.

Við ræðum við einn stofnenda Samtaka fólks með offitu, sem segir mikla þörf á að opna augu samfélagsins og heilbrigðiskerfisins fyrir veruleika fólks með offitu. Stofnfundur samtakanna er haldinn í dag. 

Þá fjöllum við um dagskrá háskóladagsins sem haldinn er með pompi og prakt í dag og verðbólguna úti í heimi sem einkum hefur bitnað á eggjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×