Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2023 13:55 Patricia stuttu áður en hún hvarf og svo þegar hún fannst í Púertó Ríkó. Lögreglan í Ross Township Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. Patricia Kopta bjó í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki og hafði starfað við ýmislegt, meðal annars sem lyftuvörður. Hún var kaþólikki og reyndi hvað hún gat að fara í messu alla sunnudaga. Þegar hún nálgaðist miðjan aldur fór hún þó að sýna af sér skrítna hegðun, fór oft að röfla um að móðir Guðs hafi rætt við hana og varað hana við kjarnorkuheimsendi. Henni var stuttu síðar sagt upp í vinnunni sinni og fór þá að stunda það að ráfa um miðbæ Pittsburgh. Þrjátíu ár og eitt bréf Það var síðan árið 1992 þegar hún hvarf. Bob Kopta, eiginmaður hennar, kom heim og fann hana hvergi. Hann tilkynnti lögreglu að hún væri týnd en hann átti ekki eftir að heyra frá henni í mörg ár. Árin voru þrjátíu þar sem hann heyrði ekkert frá henni, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi Bob þar sem hún sagði honum að einhver væri að elta hana. Lögreglumenn gerðu allt sem þeir gátu til að finna hana en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir meira að segja ræddu við sjáanda sem tilkynnti þeim að Patricia væri látin og lík hennar væri nærri vatni. Að lokum var hún skráð látin af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Nýlega komust lögreglumenn að því að árið 1999 var Patricia lögð inn á heimili fyrir eldri borgara á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi. Hún sagði forsvarsmönnum heimilisins lítið um sig en starfsmenn töldu hana hafa komið á eyjuna með skemmtiferðaskipi frá Evrópu. Interpol aðstoðaði Í gegnum árin sagði hún þó starfsmönnum meira og meira um sig þar til að félagsráðgjafi fékk aðstoð frá útsendara Interpol til að komast að því hver konan væri. Tekið var DNA-próf sem sannaði að hún var í raun og vera Patricia Kopta. Bob gifti sig aldrei aftur en hann og systir Patriciu, Gloria Smith, vonast til þess að hægt sé að koma henni aftur til Pennsylvaníu. „Við erum þakklát fyrir það að Patty sé á lífi. Við héldum að hún væri látin öll þessi ár. Það kemur mjög á óvart að hún sé enn á lífi. Ég vona að ég geti farið þangað og hitt hana,“ hefur The Guardian eftir Smith. Bandaríkin Púertó Ríkó Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Patricia Kopta bjó í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki og hafði starfað við ýmislegt, meðal annars sem lyftuvörður. Hún var kaþólikki og reyndi hvað hún gat að fara í messu alla sunnudaga. Þegar hún nálgaðist miðjan aldur fór hún þó að sýna af sér skrítna hegðun, fór oft að röfla um að móðir Guðs hafi rætt við hana og varað hana við kjarnorkuheimsendi. Henni var stuttu síðar sagt upp í vinnunni sinni og fór þá að stunda það að ráfa um miðbæ Pittsburgh. Þrjátíu ár og eitt bréf Það var síðan árið 1992 þegar hún hvarf. Bob Kopta, eiginmaður hennar, kom heim og fann hana hvergi. Hann tilkynnti lögreglu að hún væri týnd en hann átti ekki eftir að heyra frá henni í mörg ár. Árin voru þrjátíu þar sem hann heyrði ekkert frá henni, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi Bob þar sem hún sagði honum að einhver væri að elta hana. Lögreglumenn gerðu allt sem þeir gátu til að finna hana en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir meira að segja ræddu við sjáanda sem tilkynnti þeim að Patricia væri látin og lík hennar væri nærri vatni. Að lokum var hún skráð látin af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Nýlega komust lögreglumenn að því að árið 1999 var Patricia lögð inn á heimili fyrir eldri borgara á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi. Hún sagði forsvarsmönnum heimilisins lítið um sig en starfsmenn töldu hana hafa komið á eyjuna með skemmtiferðaskipi frá Evrópu. Interpol aðstoðaði Í gegnum árin sagði hún þó starfsmönnum meira og meira um sig þar til að félagsráðgjafi fékk aðstoð frá útsendara Interpol til að komast að því hver konan væri. Tekið var DNA-próf sem sannaði að hún var í raun og vera Patricia Kopta. Bob gifti sig aldrei aftur en hann og systir Patriciu, Gloria Smith, vonast til þess að hægt sé að koma henni aftur til Pennsylvaníu. „Við erum þakklát fyrir það að Patty sé á lífi. Við héldum að hún væri látin öll þessi ár. Það kemur mjög á óvart að hún sé enn á lífi. Ég vona að ég geti farið þangað og hitt hana,“ hefur The Guardian eftir Smith.
Bandaríkin Púertó Ríkó Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent