„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 18:38 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. „Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
„Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira