„Maður er hræddur og fer að hugsa um framtíðarafleiðingar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 08:00 Óttar Bjarni Guðmundsson. Vísir/Ívar Óttar Bjarni Guðmundsson er hættur knattspyrnuiðkun vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Hann kveðst velja fjölskylduna og heilsuna fram yfir fótboltann. Óttar er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti og sneri á heimaslóðir fyrir síðustu leiktíð. Það fór hins vegar ekki vel af stað hjá honum í fyrsta leik með uppeldisfélaginu. Leiknir mætti þá KA á Dalvík í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en hann fór út af snemma leiks. „Ég var að henda mér fyrir skot og fæ boltann beint í smettið af stuttu færi og ég fann strax að eitthvað gerðist. Maður gat varla opnað augun, birtan fór í augun á manni og þá fann maður að þetta var aðeins alvarlegra að maður hefði viljað,“ „Þá var ég í fjóra mánuði frá og það var mikill ótti að koma sér aftur inn á völlinn en maður náði að komast yfir það með hjálp góðra manna. En svo endaði það snögglega,“ Óttar var frá í marga mánuði en komst aftur á völlinn í haust. Líkt og hann nefnir þá leið ekki á löngu áður en hann hlaut annað þungt höfuðhögg. „Ég held ég hafi spilað einn og hálfan leik - þá fékk ég högg á Kópavogsvelli. Þá hugsaði maður hvort þetta væri virkilega þess virði að takast á við þetta enn eina ferðina. Ég var frá út það tímabil og svo fór ég í aðgerð á mjöðm núna í nóvember og þá fékk maður góðan tíma til að hugsa. Ég held að þetta sé rétt niðurstaða hjá mér út frá minni heilsu,“ segir Óttar. Klippa: 15 ára ferill á enda vegna höfuðmeiðsla Höfuðverkir, svimaköst, þróttleysi og löng endurhæfing En hvaða áhrif hafði þetta á hans daglega líf? „Fyrstu vikurnar var ég bara með hausverk og þrýsting og þessi hefðbundnu einkenni. Ég átti erfitt með að klára vinnudaginn þó svo að maður læti sig hafa það, maður var þreyttur eftir vinnudaginn og svo þegar maður er að koma sér af stað aftur fær maður þessi svimaköst við litla áreynslu,“ „Þá þarf maður að taka skref til baka og þetta er sífelldur tröppugangur sem maður fer í gegnum. Þetta tekur tíma og getur verið langt ferli. Höggin mín hafa bara verið það mörg í gegnum tíðina að ég held að þetta sé telja svolítið vel,“ segir Óttar. Óttar segist ekki vilja taka áhættuna á frekari höfuðmeiðslum. Hræðsla við langtímaafleiðingar spili sína rullu og hann vilji geta lifað eðlilegu lífi og verið til staðar fyrir sína nánustu. „Það spilaði stóran þátt í þessu að maður vill vera til taks heima fyrir og geta sinnt því, sem og vinnunni. Maður er búinn að vera einhver 15 tímabil í meistaraflokki þannig að maður hefur alveg fengið að njóta þess. Þetta var spurning um hvort þetta væri ekki komið gott og maður þyrfti að hugsa um heilsuna,“ segir Óttar. „Það var erfitt, bæði út frá einkennunum og bara andlega, maður er hræddur og fer að hugsa um einhverjar framtíðarafleiðingar og þar fram eftir götunum. Maður náði alltaf að klára daginn heima fyrir bara með hjálp fjölskyldunnar,“ „Maður náði að krafsa sig í gegnum það en var ekki 100 prósent, langt frá því,“ segir Óttar. Tveimur höggum of mörg En var erfitt að ákveða að hætta? „Þetta er kannski skynsamlegri ákvörðunin að segja stopp núna eftir öll þessi höfuðhögg sem maður hefur fengið í gegnum tíðina og höggin þetta sumar voru bara tveimur of mörg. Afleiðingarnar af þeim var að vera frá í fjóra mánuði í hvort skipti. Í gegnum söguna hefur maður fengið fjögur til fimm höfuðhögg og þau eru bara orðin of mörg,“ Óttar varð Mjólkurbikarmeistari með Stjörnunni haustið 2018.Vísir/Daníel Óttar Bjarni kveðst þó líða töluvert betur í dag eftir hvíld síðustu mánaða. „Ég er fínn í dag, enda er ég búinn að vera í mikilli hvíld. Eftir höggið fer ég alveg til hliðar og fer svo í mjaðmaaðgerðina, þannig að ég er í raun ekki búinn að gera neitt af neinu viti. Ég er fínn í dag og get alveg fúnkerað vel í gegnum daginn,“ Forréttindi að fá svo langan og góðan feril Óttar er 33 ára í ár og hefur spilað 15 tímabil í meistaraflokki. Hann lítur ánægður yfir ferilinn. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Maður er bara mjög þakklátur og fékk að upplifa ýmislegt. Það var gaman að fá að taka þátt í þessu og að spila fyrir Leikni sem er minn uppeldisklúbbur, að kíkja svo í Garðabæinn í Stjörnuna sem var mjög skemmtilegt og upp á Skaga sem var frábært,“ „Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk, það er meira en margir að geta náð að spila fimmtán tímabil í fótbolta. Maður þarf bara að líta á það þannig og láta ekki þetta síðasta tímabil lita of mikið það sem á undan hafði gengið,“ segir Óttar. Skagamenn björguðu sér á ótrúlegan hátt frá falli haustið 2021.Vísir/Daníel Óttar hefur leikið með ÍA og Stjörnunni auk Leiknis á sínum ferli, en hvað hefur staðið upp úr? „Að verða bikarmeistari með Stjörnunni var mjög skemmtilegt, og að fara upp með Leikni og svo að bjarga sér með ÍA í lokaumferðinni þarna í Keflavík var mjög eftirminnilegt,“ Svo er það bara allt fólkið í kringum klúbbana sem maður kynntist og allir vinirnir. Það stendur upp úr,“ segir Óttar. Óttar var þá hluti af fyrsta liði Leiknis sem tryggði sér sæti í efstu deild. Í þeim hópi voru fjölmargir leikmenn fæddir árin í kringum 1990 sem héldust í hönd upp alla yngri flokka áður en þeir fóru saman á stóra sviðið í efstu deild á Íslandi. „Við ólumst upp bara frá sjöunda flokki og náðum að haldast í hendur alveg til 2015 eða 2016, sem er náttúrulega bara frábært. Þetta eru bestu vinir mínir í dag og það er frábært að fá að alast upp í Leikni,“ segir Óttar. En hvað er svo fram undan, nú þegar boltinn er að baki? „Reyna að koma mjöðminni í lag eftir þessa aðgerð og ætli maður láti ekki sjá sig á golfvellinum eftir það, þegar mjöðmin er komin í flott stand.“ segir Óttar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan ÍA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Óttar er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti og sneri á heimaslóðir fyrir síðustu leiktíð. Það fór hins vegar ekki vel af stað hjá honum í fyrsta leik með uppeldisfélaginu. Leiknir mætti þá KA á Dalvík í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en hann fór út af snemma leiks. „Ég var að henda mér fyrir skot og fæ boltann beint í smettið af stuttu færi og ég fann strax að eitthvað gerðist. Maður gat varla opnað augun, birtan fór í augun á manni og þá fann maður að þetta var aðeins alvarlegra að maður hefði viljað,“ „Þá var ég í fjóra mánuði frá og það var mikill ótti að koma sér aftur inn á völlinn en maður náði að komast yfir það með hjálp góðra manna. En svo endaði það snögglega,“ Óttar var frá í marga mánuði en komst aftur á völlinn í haust. Líkt og hann nefnir þá leið ekki á löngu áður en hann hlaut annað þungt höfuðhögg. „Ég held ég hafi spilað einn og hálfan leik - þá fékk ég högg á Kópavogsvelli. Þá hugsaði maður hvort þetta væri virkilega þess virði að takast á við þetta enn eina ferðina. Ég var frá út það tímabil og svo fór ég í aðgerð á mjöðm núna í nóvember og þá fékk maður góðan tíma til að hugsa. Ég held að þetta sé rétt niðurstaða hjá mér út frá minni heilsu,“ segir Óttar. Klippa: 15 ára ferill á enda vegna höfuðmeiðsla Höfuðverkir, svimaköst, þróttleysi og löng endurhæfing En hvaða áhrif hafði þetta á hans daglega líf? „Fyrstu vikurnar var ég bara með hausverk og þrýsting og þessi hefðbundnu einkenni. Ég átti erfitt með að klára vinnudaginn þó svo að maður læti sig hafa það, maður var þreyttur eftir vinnudaginn og svo þegar maður er að koma sér af stað aftur fær maður þessi svimaköst við litla áreynslu,“ „Þá þarf maður að taka skref til baka og þetta er sífelldur tröppugangur sem maður fer í gegnum. Þetta tekur tíma og getur verið langt ferli. Höggin mín hafa bara verið það mörg í gegnum tíðina að ég held að þetta sé telja svolítið vel,“ segir Óttar. Óttar segist ekki vilja taka áhættuna á frekari höfuðmeiðslum. Hræðsla við langtímaafleiðingar spili sína rullu og hann vilji geta lifað eðlilegu lífi og verið til staðar fyrir sína nánustu. „Það spilaði stóran þátt í þessu að maður vill vera til taks heima fyrir og geta sinnt því, sem og vinnunni. Maður er búinn að vera einhver 15 tímabil í meistaraflokki þannig að maður hefur alveg fengið að njóta þess. Þetta var spurning um hvort þetta væri ekki komið gott og maður þyrfti að hugsa um heilsuna,“ segir Óttar. „Það var erfitt, bæði út frá einkennunum og bara andlega, maður er hræddur og fer að hugsa um einhverjar framtíðarafleiðingar og þar fram eftir götunum. Maður náði alltaf að klára daginn heima fyrir bara með hjálp fjölskyldunnar,“ „Maður náði að krafsa sig í gegnum það en var ekki 100 prósent, langt frá því,“ segir Óttar. Tveimur höggum of mörg En var erfitt að ákveða að hætta? „Þetta er kannski skynsamlegri ákvörðunin að segja stopp núna eftir öll þessi höfuðhögg sem maður hefur fengið í gegnum tíðina og höggin þetta sumar voru bara tveimur of mörg. Afleiðingarnar af þeim var að vera frá í fjóra mánuði í hvort skipti. Í gegnum söguna hefur maður fengið fjögur til fimm höfuðhögg og þau eru bara orðin of mörg,“ Óttar varð Mjólkurbikarmeistari með Stjörnunni haustið 2018.Vísir/Daníel Óttar Bjarni kveðst þó líða töluvert betur í dag eftir hvíld síðustu mánaða. „Ég er fínn í dag, enda er ég búinn að vera í mikilli hvíld. Eftir höggið fer ég alveg til hliðar og fer svo í mjaðmaaðgerðina, þannig að ég er í raun ekki búinn að gera neitt af neinu viti. Ég er fínn í dag og get alveg fúnkerað vel í gegnum daginn,“ Forréttindi að fá svo langan og góðan feril Óttar er 33 ára í ár og hefur spilað 15 tímabil í meistaraflokki. Hann lítur ánægður yfir ferilinn. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Maður er bara mjög þakklátur og fékk að upplifa ýmislegt. Það var gaman að fá að taka þátt í þessu og að spila fyrir Leikni sem er minn uppeldisklúbbur, að kíkja svo í Garðabæinn í Stjörnuna sem var mjög skemmtilegt og upp á Skaga sem var frábært,“ „Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk, það er meira en margir að geta náð að spila fimmtán tímabil í fótbolta. Maður þarf bara að líta á það þannig og láta ekki þetta síðasta tímabil lita of mikið það sem á undan hafði gengið,“ segir Óttar. Skagamenn björguðu sér á ótrúlegan hátt frá falli haustið 2021.Vísir/Daníel Óttar hefur leikið með ÍA og Stjörnunni auk Leiknis á sínum ferli, en hvað hefur staðið upp úr? „Að verða bikarmeistari með Stjörnunni var mjög skemmtilegt, og að fara upp með Leikni og svo að bjarga sér með ÍA í lokaumferðinni þarna í Keflavík var mjög eftirminnilegt,“ Svo er það bara allt fólkið í kringum klúbbana sem maður kynntist og allir vinirnir. Það stendur upp úr,“ segir Óttar. Óttar var þá hluti af fyrsta liði Leiknis sem tryggði sér sæti í efstu deild. Í þeim hópi voru fjölmargir leikmenn fæddir árin í kringum 1990 sem héldust í hönd upp alla yngri flokka áður en þeir fóru saman á stóra sviðið í efstu deild á Íslandi. „Við ólumst upp bara frá sjöunda flokki og náðum að haldast í hendur alveg til 2015 eða 2016, sem er náttúrulega bara frábært. Þetta eru bestu vinir mínir í dag og það er frábært að fá að alast upp í Leikni,“ segir Óttar. En hvað er svo fram undan, nú þegar boltinn er að baki? „Reyna að koma mjöðminni í lag eftir þessa aðgerð og ætli maður láti ekki sjá sig á golfvellinum eftir það, þegar mjöðmin er komin í flott stand.“ segir Óttar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan ÍA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti