Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12, eins og venjulega.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12, eins og venjulega.

Formaður utanríkismálanefndar telur að hugmyndir um íslenskan her eigi ekki við í dag og að fjármálum til varnarmála væri betur varið í að styrkja mikilvæga innviði sem önnur ríki gætu gert atlögu að úr fjarska. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni á þjóðaröryggisstefnu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá segjum við frá sögulegu samkomulagi um verndun hafsvæða sem náðist í New York í nótt og rennum yfir stöðu efnahagsmála. Formaður Framsóknarflokksins segir að það ófremdarástand sem skapaðist í efnahagsmálum á níunda áratugnum, með víxlverkun launahækkana og verðlags, megi aldrei endurtaka sig. Allir sem eitthvað geti gert verði að leggjast á eitt til að tryggja að svo verði ekki.

Tekist var á um samgöngusáttmálann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við sáttmálann. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×