Minnst níu hafa látist í sundlaugum hérlendis Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. mars 2023 07:39 Samsett Frá árinu 2000 hafa að minnsta kosti níu manns látist í sundlaugum hér á landi. Þrír hafa látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum. Hafþór B. Guðmundsson sérfræðingur á sviði sund og björgunarmála hefur kallað eftir að komið verði á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd sundlaugarslysa. Þann 20. febrúar síðastliðinn lést tæplega fimmtug kona í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hún fannst meðvitundarlaus. Lágafellslaug í MosfellsbæVísir/Vilhelm Þann 17. febrúar síðastliðinn lést kona á níræðisaldri í sundlaug Kópavogs. Konan fór í hjartastopp er hún var í lauginni. Sundlaug KópavogsVísir/Vilhelm Þann 10. desember 2022 fannst hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri látinn í heitum potti í Breiðholtslaug. Maðurinn hafði misst meðvitund. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Fram hefur komið að ofangreind þrjú mál eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Fjölskyldan ósátt Þann 21. janúar 2021 lést rúmlega þrítugur karlmaður í Sundhöll Reykjavíkur eftir að hafa legið í 6 mínútur í kafi á botni sundlaugarinnar. Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar. Faðir mannsins sem lést gerði alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Hann var verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Benti hann á að fjölskyldan hefði ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Sundhöll ReykjavíkurVísir/Vilhelm Á þessum tíma var Sundhöll Reykjavíkur nýlega uppgerð. Laugin er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Faðirinn krafðist svara við því hvað fór úrskeiðis. „Spurningarnar okkar eru hver var gæslan í lauginni? Hvar voru sundlaugarverðirnir? Voru þeir í salnum? Af yfirlýsingu sem ég hef séð frá borginni þá kemur fram að þeir voru í salnum. Þá spyr ég með hverju voru þeir að fylgjast? Voru þeir að fylgjast með myndavélunum eða hvaða verkferlum áttu þeir að fylgja sem ekki var fylgt? Voru einhverjir verkferlar brotnir? Var ekki kerfi í sundlauginni sem á að gefa frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. Ef slíkt kerfi var ekki til staðar þá spyr ég af hverju, því slíkt kerfi er notað annar staðar.“ Í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði kom fram að að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Íþrótta- og tómstundasvið tók málið fyrir og gerði menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Þann 1. júní 2020 lést 86 ára gamall karlmaður í sundlauginni á Selfossi. Hann hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þega tíu ára gamlir sundlaugargestir urðu varir við hann. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Sundlaug SelfossVísir/Magnús Hlynur „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ sagði Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Málið var rannsakað af lögreglu sem slys. Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, barnabarn mannsins sem lést, birti færslu á Facebook í desember síðastliðnum. Þar sagðist hún vera reið, sorgmædd og hissa að enn eitt banaslysið hefði orðið í sundlaug hér á landi. Þá voru tvö og hálft ár liðin frá því að afi hennar drukknaði í hörmulegu slysi í Sundhöll Selfoss. „Í kjölfar slyssins lögðum við fjölskyldan mikla áherslu á að öryggismál yrðu tekin í gegn og vonuðumst við til að sundlaugar landsins tæku sín mál til skoðunar. Það var því mikið áfall þegar banaslys varð í Sundhöll Reykjavíkur aðeins 7 mánuðum eftir slysið á Selfossi. Hvernig stóð á því að svona slys gat gerst aftur svona stuttu eftir að afi minn drukknaði í álíka slysi. Núna í desember varð enn eitt banaslysið.“ Á rúmum tveimur árum hafa því í heildina orðið þrjú banaslys í sundlaugum á Íslandi. Hvar eru verðirnir? „Ég get með engu móti skilið í öllum þessum tilfellum hvað það er sem fer úrskeiðis. Hvar eru verðirnir? Hvernig stendur á því að þrisvar sinnum á þessum rúmu tveimur árum verði banaslys vegna þess að einstaklingur lendir undir vatni án þess að einhver verður þess var?“ Rannveig Harpa segir að slysin gerist og geri svo sannarlega ekki boð á undan sér. Hún spyrji sig þó hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysin ef öryggismál hefðu verið í lagi. „Í tilfelli afa míns liðu sjö mínútur áður en sundlaugargestir urðu varir við hann á botni laugarinnar.“ Öryggismál séu augljóslega ekki í lagi. „Í mörgum sundlaugum landsins er sérstakur vöktunarbúnaður þar sem boð eiga að berast ef einstaklingur liggur hreyfingarlaus í um það bil 30 sekúndur. Ég kalla eftir því að slíkt kerfi eigi að vera til staðar og vera virkt í öllum sundlaugum landsins.“ Enda slysin alltof tíð. Tvö börn og unglingspiltur létust Þann 21. maí 2011 lést fimm ára drengur eftir slys í sundlauginni á Selfossi. Drengurinn fannst í meðvitundarlaus á botni innilaugarinnar. Tveir sundlaugarverðir voru á vakt þegar slysið var en hvorugur þeirra hafði orðið var við nokkuð athugavert. Þann 26. apríl 2007 fannst 16 ára piltur meðvitundarlaus í Kópavogslaug. Pilturinn hafði verið í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Pilturinn komst aldrei til meðvitundar og var úrskurðaður látinn tæpum fimm mánuðum síðar. Niðurstaða lögreglurannsóknar var að um slys hefði verið að ræða. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kom fram að strax eftir slysið hefðu allir öryggisþættir verið skoðaðir og yfirfarnir. Einnig yrðu haldnir samráðsfundur með sundkennurum, forstöðumönnum sundlauga og vaktstjórum og yrðu þeir þeir samráðsfundir verða fastur liður á hverju hausti þar á eftir. Á þessum fundum yrði farið yfir gildandi verkferla og neyðaráætlanir sundlauganna. Þann 26. október 2006 fannst 42 ára gamall karlmaður látinn í Sundlaug Selfoss. Í fyrstu var haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða en krufning leiddi í ljós að maðurinn hafði drukknað. Lá á botni laugarinnar í margar mínútur Sigrún Sól Ólafsdóttir, systir mannsins birti færslu á Facebook í janúar 2021 og tjáði sig um andlát bróður síns. Ástæða færslunnar var sú að þá hafði nýverið greint frá banaslysi í Sundhöll Reykjavíkur. Í færslunni vakti Sigrún Sól athygli á því hversu mikilvægt væri að þrýsta á úrbætur á öryggismálum í sundlaugum og laga verkferla. „Þetta kvöld var slagveður og bróðir hennar lá í margar mínútur á botni laugarinnar áður en annar sundlaugargestur fann hann. „Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun,“ ritaði Sigrún Sól í færslunni. Á öðrum stað vakti hún athygli á því að daginn sem bróðir hennar drukknaði í lauginni hafi einungis einn starfsmaður, 18 ára manneskja verið látin bera ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. „Á sínum tíma kom einn blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Ekkert um afsökun, útskýringu og engum verkferlum breytt. Ég reyndi að spyrja, en við stigum öll svo varlega til jarðar því við höfðum áhyggjur af unglingnum sem tók á sig sök og var í miklu áfalli. En þetta var svo sannarlega ekki hennar sök. Það er óskiljanlegt að ein manneskja, þar að auki ung og lítið þjálfuð, sé sett í svona risaábyrgð. Aftur hafa orðið dauðaslys þarna.“ Áfall í Grindavík Þann 23. mars 2001 drukknaði sex ára stúlka í sundlauginni í Grindavík. Stúlkan hafði verið í skólasundi en hefðbundinni kennslustund var lokið og börnin voru enn í lauginni í svonefndum frjálsum tíma. Sundlaug GrindavíkurUMFG Foreldrar stúlkunnar fóru í kjölfarið í skaðabótamál við Grindavíkurbæ, en þau töldu að rekja mætti slysið til stórfellds gáleysis sundkennara og annarra starfsmanna við sundlaugina. Vill koma á laggirnar fagnefnd Hafþór B. Guðmundsson er fyrrverandi lektor við Íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands með sérhæfingu á sviði sund- og björgunarmála. Hefur hann ítrekað kallað eftir því að sett verði á stofn sérstök rannsóknarnefnd sundlaugarslysa fagaðila ásamt lögreglu. Þá hefur hann nýlega lokið við að skrifa kennsluleiðbeiningar fyrir leiðbeinendur og starfsmenn baðstaða. Upplifun Hafþórs í dag er sú að þegar slys verða í sundlaugum eða öðrum baðstöðum fari þau inn á borð lögreglu en síðan fréttist lítið meira. „Eins og staðan er í dag, þegar slys verða í laugum þá dregst verulega að upplýsingar komi framum hvað gerðist, og þar af leiðandi er lítið hægt að bregðast við í að aðstoða aðra við að koma í veg fyrir að slíkt slys komi fyrir í öðrum laugum.“ Hann telur því bráðnauðsynlegt að koma á laggirnar sérstakri faglegri rannsóknarnefnd fyrir slys sem verða í vöktuðum laugum. „Nefnd af þessu tagi ætti að vera til, rétt eins og rannsóknarnefnd flugslysa eða rannsóknarnefnd samgönguslysa. Tilgangurinn með slíkri nefnd væri þá fyrst og fremst að fara faglega yfir með yfirvöldum; hvað, ef eitthvað fór úrskeiðis, gerðist ástæður slyss og þannig hugsanlega fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig. Þetta yrði fagnefnd, og hana myndu þá skipa sérfræðingar í öryggismálum, lögreglan, læknar og fulltrúar á vegum Rauða Krossins sem halda námskeið og viðhalda öryggismálum í laugum og öðrum baðstöðum. Það er mín draumsýn. Að allir geti þannig unnið saman að fækkun dauðaslysa í vöktuðum laugum.“ Undanfarin ár hefur Hafþór og hópur leiðbeinenda óskað eftir breytingum á kennslugögnum til að viðhalda þeirri þróun sem átt hefur sér stað í öryggismálum á baðstöðum. Undanfarin ár hefur Hafþór B. Guðmundsson og hópur leiðbeinenda óskað eftir breytingum á kennslugögnum til að viðhalda þeirri þróun sem átt hefur sér stað í öryggismálum á baðstöðum.Aðsend „Rauði Krossinn hefur nú tekið við umsjón með þessum námskeiðum og umsjón með öllum leiðbeinendum. Þannig að nú er þetta allt á sömu hendi, bæði skyndihjálp og björgun, hjá Rauða Krossinum. Enginn getur orðið leiðbeinandi í björgun nema hafa leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp frá Rauða krossinum, þess vegna er eðlilegast að hafa þetta á sama stað og jafnvel halda þessi sértæku námskeið saman með skyndihjálpinni. Það er kominn fagaðili í fullt starf hjá Rauða Krossinum sem sinnir skyndihjálp og björgun auk annarra tengdra verkefna og verða haldin námskeið núna í vor fyrir leiðbeinendur til að fara yfir allar þær nýjungar og áskoranir sem eru í þessu starfi. Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á þessi forvarnaratriði. , sem vonandi aðstoða forstöðumenn og laugarverði í að aðlagast nýjum áskorunum í þessu starfi.“ Hafþór tekur fram að í flestum laugum á landinu séu öryggismál og verklag í prýðilegu lagi, þó alltaf sé gott að fá áminningu á þeim mikilvægu þáttum starfsins sem fylgja því. „Allir sundlaugastarfsmenn fara á endurmenntunar námskeið árlega og því er auðvelt að minna á þessi mikilvægu atriði, og aðstoða við að fylgja þeim. Nauðsynlegt er að vinnureglur, neyðaráætlun og viðbragðsáætlun sé einföld skýr, ákveðin og samskonar í grunninn í öllum laugum og baðstöðum á landinu, en með þeim sérúrræðum miðað við gerð baðstaðarins. Þetta vinnuferli er nauðsynlegt að þjálfa í gegnum árið á hverjum baðstað. Sem sagt, að það verði búið til eitt kerfi sem forstöðumenn vísa í.Við leiðbeinendur höfum einnig óskað eftir að ákveðin atriði verði sett inn í reglugerð og henni breytt með tilliti til breytinga í samfélaginu,, þar á meðal að laugarvörðum yrði bannað að hafa síma eða snjalltæki á sér eða í kringum sig á meðan þeir eru á vakt í lauginni. Vonandi mun það fara í gegn. Þetta eru svona heildaratriði sem ég held að verði að komast í gegn, sem myndu þá ná yfir alla.“ Hafþór bendir einnig á að í einhverjum tilfellum þar sem banaslys og önnur slys hafa orðið í laugum þá hafi það uppgötvast fyrir tilstilli annarra laugargesta. „Það þarf að tryggja það að sá sem er ráðinn sem sundlaugarvörður sé gerð skýr grein fyrir því að hans starf felst í því að horfa á laugina, og fylgjast með gestum og þannig þekkja strax ef eitthvað virðist óeðlilegt í gangi.“ Starf sundlaugavarðar er mjög erfið og mikilvæg staða, sá sem gegnir henni getur hugsanlega komið í veg fyrir slys sem gæti endað sem dauðaslys. Þetta á að vera vel launuð staða, því hún er mjög erfið, þar sem öll skilningarvit eru notuð þann tíma sem á sundlaugarvaktinni stendur. Nýjr tímar – nýjar áskoranir „Núna eru allir með síma og önnur tæki sem eru stöðugt að kalla á athyglina. Þetta kallar á strangari reglur í starfi laugarvarðar, því að barn getur drukknað á meðan skilaboð eru lesin og þeim svarað. Þetta ætti að vera þannig að þegar þú tekur þína vakt í lauginni þá er síminn skilinn eftir í afgreiðslunni. Þessar vinnureglur eru viðhafðar í þónokkrum laugum. Það er mikilvægt að gera fólki grein fyrir ábyrgðinni sem liggur þarna á bak við.“ „Hvað kostar mannslíf?“ Hafþór telur að Sundhöll Reykjavíkur sé ennþá eina laugin hér á landi þar sem til staðar er öryggisbúnaður sem nemur hreyfingarleysi þegar einhver liggur á botni laugarinnar. Um er að ræða eftirlitskerfi sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja er hreyfingarlaus á botni sundlaugar. „Og þetta er gríðarlega góður búnaður. Við flest tilvik þegar einhver sekkur þá grípur vélin inn í eftir 15 – 30 sekúndur. Það er auðvitað mjög erfitt að sjá þegar einhver liggur ofan á 4 metra dýpi, þannig að þessi búnaður er nauðsynlegur, og ég teldi að það myndi stórauka öryggi ef fleiri laugar kæmu sér upp slíkum búnaði.Hann er þó þannig að aldrei má gleyma sér í laugarvörslunni, því slík tæki aðstoða en taka ekki yfir starf laugarvarðarins.“ Hafþór bendir á að búnaðurinn, og uppsetningin sé vissulega dýr. „En hvað kostar mannslíf? Ekki er hægt að setja verðmiða á slíkt. Ekki er hægt að meta þá angist, sorg og þann missi sem fjölskylda, ættingjar og vinir verða fyrir. Hvað kostar það ef einhver lendir ídrukknunarslysi. og er svo fluttur á sjúkrahús og þarf að vera þar það sem eftir er? Þú setur ekki verðmiða á það. Það kostar þjóðfélagið augljóslega miklu meira að þurfa að takast á við drukknunarslys en nýta alla mögulega þætti við að koma í veg fyrir drukknunarslys. Slíkur búnaður og er í Sundhöllinni borgar sig upp á skömmum tíma miðað við þau slys sem við sem íbúar þessa lands höfum orðið vitni af undanfarin ár.“ Telja öryggismál almennt í góðu lagi Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, skal í hverri sundlaug neyðaráætlun, viðbragðsáætlun og öryggisreglur sem allir starfsmenn skulu upplýstir um. Þá skal vera tiltækur viðurkenndur búnaður til skyndihjálpar sem er yfirfarinn reglulega og skulu starfsmenn, sundkennarar og sundþjálfarar þjálfaðir í notkun hans. Þá kemur fram í reglugerðinni að í 25 metra laugum skuli vera að minnsta kosti einn starfsmaður að sinna laugargæslu og í 40 metra laugum skulu tveir starfsmenn sinna laugargæslu. Í febrúar 2021 hófst úttekt á öryggismálum sundlauga hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf. Markmið með úttekt var að yfirfara fyrirkomulag og virkni innra eftirlits sem ætlað er að hámarka öryggi gesta í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Þann 11.október síðastliðinn var skýrsla með niðurstöðum úttektarinnar birt. Í samantekt kemur að almennt séu öryggismál sundlauga í góðu horfi og uppfylli þau skilyrði sem reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kveður á um. Forstöðumenn og starfsmenn sundlauga séu vakandi yfir hættum sem ógnað geta öryggi sundgesta, bæði varðandi húsnæði, búnað, heilnæmi vatns, þjálfun og hæfni starfsmanna. Fram kemur að allar sundlaugar uppfylli kröfur reglugerðar um viðbragðs- og neyðaráætlanir, og að samræma þurfi eins og kostur er áætlanir milli sundstaða. Þá sé lögbundin fræðsla og þjálfun starfsfólks ásamt hæfnisprófi laugarvarða í góðu horfi. Á öðrum stað kemur þó fram að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi virkt og reglulegt eftirlit með starfsleyfisskilyrðum sundlauga að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með öryggi starfsmanna en langur tími líður á milli eftirlitsferða og kröfu Vinnueftirlitsins um gerð áhættumats starfa ekki fylgt nægilega eftir. Þá þurfi að taka upp reglubundnar æfingar á viðbragðs- og neyðaráætlunum á öllum vöktum. Í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði sagði Sólveig Valgeirsdóttir, öryggisstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar að bráðlega yrðu settar upp myndavélar í alla varðturna í sundlaugum í borginni. Þá væri búið að banna síma í vaktturnum til að auka líkur á fullri einbeitingu starfsfólks. Þá tók Sólveig fram að álagið í vinnu starfsfólks sundstaða væri oft mikið og þó myndavélar hafi reynst góð viðbót þá væri aldrei hægt að fylgjast með öllum. Þá tók hún fram að starfsfólk sundstaða tæki þátt í þjálfun umfram reglugerðir. Sundlaugar Slysavarnir Fréttaskýringar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Þann 20. febrúar síðastliðinn lést tæplega fimmtug kona í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hún fannst meðvitundarlaus. Lágafellslaug í MosfellsbæVísir/Vilhelm Þann 17. febrúar síðastliðinn lést kona á níræðisaldri í sundlaug Kópavogs. Konan fór í hjartastopp er hún var í lauginni. Sundlaug KópavogsVísir/Vilhelm Þann 10. desember 2022 fannst hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri látinn í heitum potti í Breiðholtslaug. Maðurinn hafði misst meðvitund. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Fram hefur komið að ofangreind þrjú mál eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Fjölskyldan ósátt Þann 21. janúar 2021 lést rúmlega þrítugur karlmaður í Sundhöll Reykjavíkur eftir að hafa legið í 6 mínútur í kafi á botni sundlaugarinnar. Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar. Faðir mannsins sem lést gerði alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Hann var verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Benti hann á að fjölskyldan hefði ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Sundhöll ReykjavíkurVísir/Vilhelm Á þessum tíma var Sundhöll Reykjavíkur nýlega uppgerð. Laugin er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Faðirinn krafðist svara við því hvað fór úrskeiðis. „Spurningarnar okkar eru hver var gæslan í lauginni? Hvar voru sundlaugarverðirnir? Voru þeir í salnum? Af yfirlýsingu sem ég hef séð frá borginni þá kemur fram að þeir voru í salnum. Þá spyr ég með hverju voru þeir að fylgjast? Voru þeir að fylgjast með myndavélunum eða hvaða verkferlum áttu þeir að fylgja sem ekki var fylgt? Voru einhverjir verkferlar brotnir? Var ekki kerfi í sundlauginni sem á að gefa frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. Ef slíkt kerfi var ekki til staðar þá spyr ég af hverju, því slíkt kerfi er notað annar staðar.“ Í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði kom fram að að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Íþrótta- og tómstundasvið tók málið fyrir og gerði menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Þann 1. júní 2020 lést 86 ára gamall karlmaður í sundlauginni á Selfossi. Hann hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þega tíu ára gamlir sundlaugargestir urðu varir við hann. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Sundlaug SelfossVísir/Magnús Hlynur „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ sagði Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Málið var rannsakað af lögreglu sem slys. Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, barnabarn mannsins sem lést, birti færslu á Facebook í desember síðastliðnum. Þar sagðist hún vera reið, sorgmædd og hissa að enn eitt banaslysið hefði orðið í sundlaug hér á landi. Þá voru tvö og hálft ár liðin frá því að afi hennar drukknaði í hörmulegu slysi í Sundhöll Selfoss. „Í kjölfar slyssins lögðum við fjölskyldan mikla áherslu á að öryggismál yrðu tekin í gegn og vonuðumst við til að sundlaugar landsins tæku sín mál til skoðunar. Það var því mikið áfall þegar banaslys varð í Sundhöll Reykjavíkur aðeins 7 mánuðum eftir slysið á Selfossi. Hvernig stóð á því að svona slys gat gerst aftur svona stuttu eftir að afi minn drukknaði í álíka slysi. Núna í desember varð enn eitt banaslysið.“ Á rúmum tveimur árum hafa því í heildina orðið þrjú banaslys í sundlaugum á Íslandi. Hvar eru verðirnir? „Ég get með engu móti skilið í öllum þessum tilfellum hvað það er sem fer úrskeiðis. Hvar eru verðirnir? Hvernig stendur á því að þrisvar sinnum á þessum rúmu tveimur árum verði banaslys vegna þess að einstaklingur lendir undir vatni án þess að einhver verður þess var?“ Rannveig Harpa segir að slysin gerist og geri svo sannarlega ekki boð á undan sér. Hún spyrji sig þó hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysin ef öryggismál hefðu verið í lagi. „Í tilfelli afa míns liðu sjö mínútur áður en sundlaugargestir urðu varir við hann á botni laugarinnar.“ Öryggismál séu augljóslega ekki í lagi. „Í mörgum sundlaugum landsins er sérstakur vöktunarbúnaður þar sem boð eiga að berast ef einstaklingur liggur hreyfingarlaus í um það bil 30 sekúndur. Ég kalla eftir því að slíkt kerfi eigi að vera til staðar og vera virkt í öllum sundlaugum landsins.“ Enda slysin alltof tíð. Tvö börn og unglingspiltur létust Þann 21. maí 2011 lést fimm ára drengur eftir slys í sundlauginni á Selfossi. Drengurinn fannst í meðvitundarlaus á botni innilaugarinnar. Tveir sundlaugarverðir voru á vakt þegar slysið var en hvorugur þeirra hafði orðið var við nokkuð athugavert. Þann 26. apríl 2007 fannst 16 ára piltur meðvitundarlaus í Kópavogslaug. Pilturinn hafði verið í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Pilturinn komst aldrei til meðvitundar og var úrskurðaður látinn tæpum fimm mánuðum síðar. Niðurstaða lögreglurannsóknar var að um slys hefði verið að ræða. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kom fram að strax eftir slysið hefðu allir öryggisþættir verið skoðaðir og yfirfarnir. Einnig yrðu haldnir samráðsfundur með sundkennurum, forstöðumönnum sundlauga og vaktstjórum og yrðu þeir þeir samráðsfundir verða fastur liður á hverju hausti þar á eftir. Á þessum fundum yrði farið yfir gildandi verkferla og neyðaráætlanir sundlauganna. Þann 26. október 2006 fannst 42 ára gamall karlmaður látinn í Sundlaug Selfoss. Í fyrstu var haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða en krufning leiddi í ljós að maðurinn hafði drukknað. Lá á botni laugarinnar í margar mínútur Sigrún Sól Ólafsdóttir, systir mannsins birti færslu á Facebook í janúar 2021 og tjáði sig um andlát bróður síns. Ástæða færslunnar var sú að þá hafði nýverið greint frá banaslysi í Sundhöll Reykjavíkur. Í færslunni vakti Sigrún Sól athygli á því hversu mikilvægt væri að þrýsta á úrbætur á öryggismálum í sundlaugum og laga verkferla. „Þetta kvöld var slagveður og bróðir hennar lá í margar mínútur á botni laugarinnar áður en annar sundlaugargestur fann hann. „Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun,“ ritaði Sigrún Sól í færslunni. Á öðrum stað vakti hún athygli á því að daginn sem bróðir hennar drukknaði í lauginni hafi einungis einn starfsmaður, 18 ára manneskja verið látin bera ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. „Á sínum tíma kom einn blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Ekkert um afsökun, útskýringu og engum verkferlum breytt. Ég reyndi að spyrja, en við stigum öll svo varlega til jarðar því við höfðum áhyggjur af unglingnum sem tók á sig sök og var í miklu áfalli. En þetta var svo sannarlega ekki hennar sök. Það er óskiljanlegt að ein manneskja, þar að auki ung og lítið þjálfuð, sé sett í svona risaábyrgð. Aftur hafa orðið dauðaslys þarna.“ Áfall í Grindavík Þann 23. mars 2001 drukknaði sex ára stúlka í sundlauginni í Grindavík. Stúlkan hafði verið í skólasundi en hefðbundinni kennslustund var lokið og börnin voru enn í lauginni í svonefndum frjálsum tíma. Sundlaug GrindavíkurUMFG Foreldrar stúlkunnar fóru í kjölfarið í skaðabótamál við Grindavíkurbæ, en þau töldu að rekja mætti slysið til stórfellds gáleysis sundkennara og annarra starfsmanna við sundlaugina. Vill koma á laggirnar fagnefnd Hafþór B. Guðmundsson er fyrrverandi lektor við Íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands með sérhæfingu á sviði sund- og björgunarmála. Hefur hann ítrekað kallað eftir því að sett verði á stofn sérstök rannsóknarnefnd sundlaugarslysa fagaðila ásamt lögreglu. Þá hefur hann nýlega lokið við að skrifa kennsluleiðbeiningar fyrir leiðbeinendur og starfsmenn baðstaða. Upplifun Hafþórs í dag er sú að þegar slys verða í sundlaugum eða öðrum baðstöðum fari þau inn á borð lögreglu en síðan fréttist lítið meira. „Eins og staðan er í dag, þegar slys verða í laugum þá dregst verulega að upplýsingar komi framum hvað gerðist, og þar af leiðandi er lítið hægt að bregðast við í að aðstoða aðra við að koma í veg fyrir að slíkt slys komi fyrir í öðrum laugum.“ Hann telur því bráðnauðsynlegt að koma á laggirnar sérstakri faglegri rannsóknarnefnd fyrir slys sem verða í vöktuðum laugum. „Nefnd af þessu tagi ætti að vera til, rétt eins og rannsóknarnefnd flugslysa eða rannsóknarnefnd samgönguslysa. Tilgangurinn með slíkri nefnd væri þá fyrst og fremst að fara faglega yfir með yfirvöldum; hvað, ef eitthvað fór úrskeiðis, gerðist ástæður slyss og þannig hugsanlega fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig. Þetta yrði fagnefnd, og hana myndu þá skipa sérfræðingar í öryggismálum, lögreglan, læknar og fulltrúar á vegum Rauða Krossins sem halda námskeið og viðhalda öryggismálum í laugum og öðrum baðstöðum. Það er mín draumsýn. Að allir geti þannig unnið saman að fækkun dauðaslysa í vöktuðum laugum.“ Undanfarin ár hefur Hafþór og hópur leiðbeinenda óskað eftir breytingum á kennslugögnum til að viðhalda þeirri þróun sem átt hefur sér stað í öryggismálum á baðstöðum. Undanfarin ár hefur Hafþór B. Guðmundsson og hópur leiðbeinenda óskað eftir breytingum á kennslugögnum til að viðhalda þeirri þróun sem átt hefur sér stað í öryggismálum á baðstöðum.Aðsend „Rauði Krossinn hefur nú tekið við umsjón með þessum námskeiðum og umsjón með öllum leiðbeinendum. Þannig að nú er þetta allt á sömu hendi, bæði skyndihjálp og björgun, hjá Rauða Krossinum. Enginn getur orðið leiðbeinandi í björgun nema hafa leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp frá Rauða krossinum, þess vegna er eðlilegast að hafa þetta á sama stað og jafnvel halda þessi sértæku námskeið saman með skyndihjálpinni. Það er kominn fagaðili í fullt starf hjá Rauða Krossinum sem sinnir skyndihjálp og björgun auk annarra tengdra verkefna og verða haldin námskeið núna í vor fyrir leiðbeinendur til að fara yfir allar þær nýjungar og áskoranir sem eru í þessu starfi. Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á þessi forvarnaratriði. , sem vonandi aðstoða forstöðumenn og laugarverði í að aðlagast nýjum áskorunum í þessu starfi.“ Hafþór tekur fram að í flestum laugum á landinu séu öryggismál og verklag í prýðilegu lagi, þó alltaf sé gott að fá áminningu á þeim mikilvægu þáttum starfsins sem fylgja því. „Allir sundlaugastarfsmenn fara á endurmenntunar námskeið árlega og því er auðvelt að minna á þessi mikilvægu atriði, og aðstoða við að fylgja þeim. Nauðsynlegt er að vinnureglur, neyðaráætlun og viðbragðsáætlun sé einföld skýr, ákveðin og samskonar í grunninn í öllum laugum og baðstöðum á landinu, en með þeim sérúrræðum miðað við gerð baðstaðarins. Þetta vinnuferli er nauðsynlegt að þjálfa í gegnum árið á hverjum baðstað. Sem sagt, að það verði búið til eitt kerfi sem forstöðumenn vísa í.Við leiðbeinendur höfum einnig óskað eftir að ákveðin atriði verði sett inn í reglugerð og henni breytt með tilliti til breytinga í samfélaginu,, þar á meðal að laugarvörðum yrði bannað að hafa síma eða snjalltæki á sér eða í kringum sig á meðan þeir eru á vakt í lauginni. Vonandi mun það fara í gegn. Þetta eru svona heildaratriði sem ég held að verði að komast í gegn, sem myndu þá ná yfir alla.“ Hafþór bendir einnig á að í einhverjum tilfellum þar sem banaslys og önnur slys hafa orðið í laugum þá hafi það uppgötvast fyrir tilstilli annarra laugargesta. „Það þarf að tryggja það að sá sem er ráðinn sem sundlaugarvörður sé gerð skýr grein fyrir því að hans starf felst í því að horfa á laugina, og fylgjast með gestum og þannig þekkja strax ef eitthvað virðist óeðlilegt í gangi.“ Starf sundlaugavarðar er mjög erfið og mikilvæg staða, sá sem gegnir henni getur hugsanlega komið í veg fyrir slys sem gæti endað sem dauðaslys. Þetta á að vera vel launuð staða, því hún er mjög erfið, þar sem öll skilningarvit eru notuð þann tíma sem á sundlaugarvaktinni stendur. Nýjr tímar – nýjar áskoranir „Núna eru allir með síma og önnur tæki sem eru stöðugt að kalla á athyglina. Þetta kallar á strangari reglur í starfi laugarvarðar, því að barn getur drukknað á meðan skilaboð eru lesin og þeim svarað. Þetta ætti að vera þannig að þegar þú tekur þína vakt í lauginni þá er síminn skilinn eftir í afgreiðslunni. Þessar vinnureglur eru viðhafðar í þónokkrum laugum. Það er mikilvægt að gera fólki grein fyrir ábyrgðinni sem liggur þarna á bak við.“ „Hvað kostar mannslíf?“ Hafþór telur að Sundhöll Reykjavíkur sé ennþá eina laugin hér á landi þar sem til staðar er öryggisbúnaður sem nemur hreyfingarleysi þegar einhver liggur á botni laugarinnar. Um er að ræða eftirlitskerfi sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja er hreyfingarlaus á botni sundlaugar. „Og þetta er gríðarlega góður búnaður. Við flest tilvik þegar einhver sekkur þá grípur vélin inn í eftir 15 – 30 sekúndur. Það er auðvitað mjög erfitt að sjá þegar einhver liggur ofan á 4 metra dýpi, þannig að þessi búnaður er nauðsynlegur, og ég teldi að það myndi stórauka öryggi ef fleiri laugar kæmu sér upp slíkum búnaði.Hann er þó þannig að aldrei má gleyma sér í laugarvörslunni, því slík tæki aðstoða en taka ekki yfir starf laugarvarðarins.“ Hafþór bendir á að búnaðurinn, og uppsetningin sé vissulega dýr. „En hvað kostar mannslíf? Ekki er hægt að setja verðmiða á slíkt. Ekki er hægt að meta þá angist, sorg og þann missi sem fjölskylda, ættingjar og vinir verða fyrir. Hvað kostar það ef einhver lendir ídrukknunarslysi. og er svo fluttur á sjúkrahús og þarf að vera þar það sem eftir er? Þú setur ekki verðmiða á það. Það kostar þjóðfélagið augljóslega miklu meira að þurfa að takast á við drukknunarslys en nýta alla mögulega þætti við að koma í veg fyrir drukknunarslys. Slíkur búnaður og er í Sundhöllinni borgar sig upp á skömmum tíma miðað við þau slys sem við sem íbúar þessa lands höfum orðið vitni af undanfarin ár.“ Telja öryggismál almennt í góðu lagi Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, skal í hverri sundlaug neyðaráætlun, viðbragðsáætlun og öryggisreglur sem allir starfsmenn skulu upplýstir um. Þá skal vera tiltækur viðurkenndur búnaður til skyndihjálpar sem er yfirfarinn reglulega og skulu starfsmenn, sundkennarar og sundþjálfarar þjálfaðir í notkun hans. Þá kemur fram í reglugerðinni að í 25 metra laugum skuli vera að minnsta kosti einn starfsmaður að sinna laugargæslu og í 40 metra laugum skulu tveir starfsmenn sinna laugargæslu. Í febrúar 2021 hófst úttekt á öryggismálum sundlauga hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf. Markmið með úttekt var að yfirfara fyrirkomulag og virkni innra eftirlits sem ætlað er að hámarka öryggi gesta í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Þann 11.október síðastliðinn var skýrsla með niðurstöðum úttektarinnar birt. Í samantekt kemur að almennt séu öryggismál sundlauga í góðu horfi og uppfylli þau skilyrði sem reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kveður á um. Forstöðumenn og starfsmenn sundlauga séu vakandi yfir hættum sem ógnað geta öryggi sundgesta, bæði varðandi húsnæði, búnað, heilnæmi vatns, þjálfun og hæfni starfsmanna. Fram kemur að allar sundlaugar uppfylli kröfur reglugerðar um viðbragðs- og neyðaráætlanir, og að samræma þurfi eins og kostur er áætlanir milli sundstaða. Þá sé lögbundin fræðsla og þjálfun starfsfólks ásamt hæfnisprófi laugarvarða í góðu horfi. Á öðrum stað kemur þó fram að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi virkt og reglulegt eftirlit með starfsleyfisskilyrðum sundlauga að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með öryggi starfsmanna en langur tími líður á milli eftirlitsferða og kröfu Vinnueftirlitsins um gerð áhættumats starfa ekki fylgt nægilega eftir. Þá þurfi að taka upp reglubundnar æfingar á viðbragðs- og neyðaráætlunum á öllum vöktum. Í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði sagði Sólveig Valgeirsdóttir, öryggisstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar að bráðlega yrðu settar upp myndavélar í alla varðturna í sundlaugum í borginni. Þá væri búið að banna síma í vaktturnum til að auka líkur á fullri einbeitingu starfsfólks. Þá tók Sólveig fram að álagið í vinnu starfsfólks sundstaða væri oft mikið og þó myndavélar hafi reynst góð viðbót þá væri aldrei hægt að fylgjast með öllum. Þá tók hún fram að starfsfólk sundstaða tæki þátt í þjálfun umfram reglugerðir.
Sundlaugar Slysavarnir Fréttaskýringar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira