Áhyggjur leikskólakennara Bergljót Hreinsdóttir skrifar 6. mars 2023 10:01 Að koma orði á allt.. Í töluverðan tíma hef eg haft gríðarlegar áhyggjur af máltöku ungra barna í leikskólum. Eftir 37 ára starf með börnum veit ég hversu mikilvæg máltakan er..hversu mikið vægi hún hefur í daglega lífi lítilla barna og hversu mikill grunnur hún er að framtíð þeirra. Að koma orði á allt, athafnir,hluti og umhverfi skiptir miklu máli og það að fá börnin til að endurtaka,skilja og læra. En umhverfi ungra barna á Íslandi í dag hefur tekið ótrúlega miklum breytingum og skólastarfið allt annað en það var bara fyrir sirka 7-10 árum síðan. Eftir margra ára starf í grónum og vel metnum skóla sem lagði mikla áherslu á nám ungra barna, sjálfstæði þeirra, gleði og lýðræði og þar sem umhverfið sem þriðji kennarinn vó þung í daglegu starfi, færði ég mig í nýjan skóla sem á sér enga sögu, fortíð eða fyrirmynd. Það hefur tekið mikið á leikskólakennarahjartað að fara í þessa vegferð þar sem mönnunin hefur verið bæði þung og erfið og þrýstingur frá rekstraraðilum ótrúlegur..opna deildir..ekki seinna en strax..sama hvað. Enginn tími til að undirbúa neitt eða leggja línur að grunni nýs skóla..klára innviði eða lóð..bara inn með börn og bingó. Ráða alla sem sækja um. Næg vinna fyrir alla! Nýr skóli. Tjékk! Pólitíkusarnir státa sig af efndum kosningaloforða Og svo? Er þeim svo bara drull? Við erum að tala um ungbarnaleikskóla. Starfsmannahópurinn samanstendur af nokkrum reynsluboltum og stórum hópi ungra reynslulítilla og ófagmenntaðra einstaklinga þar sem fólk með íslensku sem móðurmál eru í minnihluta. A.m.k átta tungumál eru töluð í skólanum. Fólk frá Póllandi, Lithaen, Kenya, Venezuela, Columbiu, Ungverjalandi, Thailandi og Íran með litla eða enga íslenskukunnáttu sér um að annast og kenna þessum litlu börnum. Og trúið mér..það var ekki tekið fram í umsókn að maður þyrfti að vera sterkur í íslensku eða öðru tungumáli. Engar kröfur. Neinei. Ólíkir menningarheimar mætast í þessum skóla og misskilningur og ágreiningur um alls konar málefni nánast daglegt brauð, uppákomur og taugatitringur eru hluti af þessari ólíku flóru fólks sem allt vill gera vel en á sinn hátt og með sínu lagi. Inni á deildum eru fyrirmæli..upplýsingar og útskýringar á ensku. Sá sem er betri í ensku yfirfærir svo samræðurnar yfir á pólsku..spænsku eða lithaensku. Fundir fara fram á íslensku og ensku og svo er túlkað hingað og þangað. Ósjaldan er svo efnið ekki að skila sér út í verklagið og vinnuna. Teknar eru ákvarðanir en þeim sjaldan framfylgt, fólk gerir bara það sem það vill. Eftir sínu höfði. Telur sig vera að gera sitt besta. Börnin leika sér eða sitja í fangi og heyra alls konar tungumál í umhverfinu. Skilja ekki. Örvast ekki á þann hátt sem þeim ber. Þau fá athygli og knúz..þau eru krútt og dúllur..sætir rúsínurassar..er það kannski bara nóg? Til að forðast allan misskilning þá er allt þetta fólk yndislegar manneskjur upp til hópa..kærleiksríkar..skemmtilegar og gefandi. Það vantar “bara” íslenskukunnáttu og það vegur þungt í leikskóla. Og þetta er ekki bara svona í mínum skóla. Öðru nær. Atvinnulífið, rekstraraðilarnir, sveitarfélögin og foreldrarnir þrýsta á stjórnendur, öll börn eiga “rétt á” plássi og svo geta allir fengið vinnu í leikskóla. Allir. Á sama tíma erum við sem fagstétt að reyna að halda þúsund boltum á lofti og passa að örvun allra þroskaþátta litlu barnanna okkar sé í hávegum höfð. Þar með talið mál og málskilningur. Með misgóðum árangri. Hvernig læra börn mál? Börn læra mál i gegnum samskipti viò aðra með því að hlusta..tengja við hluti og hugmyndir og prófa sig áfram sjálf meò því að nota málið. Málörvun barna skilar bestum árangri þegar hún fer fram i raunverulegum aðstæðum og er unnin út frá veruleika sem þau þekkja. Þegar leggja á inn orð og hugtök er gott ad geta notað myndrænt efni til að styðja við orðanámið. Börn þurfa i flestum tilvikum aò heyra orð nokkrum,sinnum til að taka þau upp i orðaforðann sinn. (Íris Hrönn Kristinsdóttir.) Málþroski er stór hluti af almennum þroska hvers barns. Fram að þeim tíma er barnið segir sín fyrstu orð er það upptekið við að greina milli hljóða og orða sem það heyrir í umhverfinu. Smám saman eflist hlustunin og málskilningurinn og loks kemur að því að barnið segir sitt fyrsta merkingarbæra orð. Málþroski ungra barna eflist í samræmi við hversu góða málörvun þau fá. Misjafnt er hversu börn eru fljót til máls en þau byrja vanalega að tjá sig með orðum á bilinu 12-18 mánaða og tengja saman tvö orð í setningu um tveggja ára aldurinn. „Fyrstu æviár sín vinna börnin úr þeim reglum sem málumhverfið lýtur og ná á tiltölulega stuttum tíma ótrúlegum árangri þegar þau tileinka sér flóknar reglur móðurmálsins. Flestir fullorðnir eiga mun erfiðara með að tileinka sér nýtt tungumál þrátt fyrir að hafa reglur móðurmálsins að styðjast við og kerfisbundna kennslu í málinu. Það virðist því vera sem börn séu sérstaklega næm fyrir tungumálum. Rannsóknir styðja þetta og talað hefur verið um næmiskeið máltöku til 12 ára aldurs. Sennilegt þykir þó að aðalnæmiskeiðið sé aðeins til 5 eða 6 ára aldurs. Til að hægt sé að tala um að barn hafi móðurmál verður það að læra það á þessum aldri. Dragist máltakan til aldursbilsins 5 – 12 ára virðast börnin ekki ná fullum tökum á málfræði móðurmálsins. Auðugt, vandað málumhverfi í bernsku stuðlar að því að börnin nái góðu valdi á málinu og verði færir málnotendur svo tungumálið megi verða þeim lykill til náms, þroska og samskipta við aðra alla ævina. Því víðtækari reynslu sem barn fær á einu stigi máltökunnar þeim mun betra veganesti hefur það inn á það næsta.“ ( Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir) Þetta vitum við leikskólakennarar. Og þarna eigum við að standa vörð um nám barnanna. Við erum þeirra málsvarar í skólanum og okkur ber að vera það. Og við reynum auðvitað að framfylgja því. En við getum ekki ein og sér framfylgt þessum kröfum..við þurfum hæft og samvinnuþýtt samstarfsfólk í lið með okkur. Fólk sem hefur hæfni og getu til að leggja þennan grunn. Fólk með góða íslenskukunnáttu. Starfsmaður með íslensku sem móðurmál á alla jafna auðvelt með að framfylgja þessum námsþáttum..nota orðin..hljóðin..svipbrigðin og táknin og fá börnin til að endurtaka..herma og skilja. Tengja saman orð og athöfn og búa til tveggja og þriggja orða setningar. Þessi bíll er blár. Ég á þessa skó. Má ég fá þetta. Viltu hjálpa mér? Getur þú sótt húfuna þína? Starfsmaður með litla sem enga íslensku í grunninn getur ekki kennt litlu barni að nota orðin..hljóðin og tengja saman orð og athöfn svo vel fari. Ég hef oft orðið vitni að því þegar lítið barn hefur meitt sig..því er kalt eða einhver hefur ýtt þvi eða hrint og það fer að gráta. Segir..meiddi..katt eða hann lemma mi! Starfsmaður af erlendu bergi brotinn kemur að..segir..þú ekki gráta núna..barra leika! Gaman leika! Farra núna sandkassi! Já! Barnið er að reyna að koma tilfinningum í orð, útskýra hvað er að en starfsmaðurinn skilur ekki barnið og reynir að leiða það í aðra át, beina athyglinni að öðru. Það er vont..þarna hefði starfsmaður átt að beygja sig niður að barninu, grípa augnablikið, sýna hluttekningu, strjúka auma hönd,hlýja kalda fingur, þurrka tár og styrkja þannig barnið í að koma orðum á líðan sína og aðstæður. En, nánast öll samskipti fara fram með eins atkvæðis orðum..barra núna bórða..syngja núna..fara ávextir..kóma bleyju..kannski mála? og fl. í þeim dúr. Óboðlegt ef þið spyrjið mig. Þarna er ekki verið að framfylgja námsskránni og kröfunum um máltöku og málskilning . Í leikskólanum er lagður grunnur að máli ..málskilningi og máltjáningu sem hefur áhrif á alla skólagöngu barnanna. Grunnurinn sem framtíðin þeirra byggir á. Svo mikilvægur og svo stór þáttur í lífi þeirra. Getum við í alvöru bara horft í gegnum fingur okkar af því pólitíkusar hafa gefið einhver loforð og af því foreldrum finnst þeir hafa “rétt á “ leikskólaplássi? Í alvöru? Á ég sem meðvitaður og metnaðarfullur kennari bara að kyngja þessum aðstæðum samviskulaust..vitandi að þetta getur haft heftandi og slæm áhrif á framtíð barnanna minna og valdið þeim erfiðleikum í námi síðar meir? Ég segi að sjálfsögðu nei! Og krefst úrbóta. Hæfniskröfur um störf í íslenskum leik og grunnskólum. Við þurfum að gera kröfur um hæfni þeirra sem sækja um störf í leikskólum á Íslandi.Í löndunum í kring veit ég að ef sótt er um starf er gerð réttlát krafa um að umsækjandi tali og skilji tungumál viðkomandi lands. Þú færð ekki vinnu í leikskólum í löndum eins og Noregi, Danmörku og Þýskalandi nema þú talir og skiljir málið. Af hverju ekki á Íslandi? Af hverju gerum við ekki sömu kröfur? Hvað er að okkur? Erum við eitthvað öðruvísi? Erlent fólk er hvatt til að sækja um í leikskóla til að læra íslensku. Ha? Hver á að kenna þeim? Ómálga börn á viðkvæmu máltökuskeiði? Leikskólakennararnir sem eru bókstaflega að drukkna í verkefnum og slökkva endalausa elda? Eða kannski foreldrarnir sem gera engar athugasemdir við að þurfa að tala ensku við starfsfólkið? Já..því enskan er mikið notuð í öllum samskiptum. Þarna þurfum við,íslenskt samfélag, að taka okkur verulega á. Ef við ætlum að viðhalda íslenskri tungu verðum við að fara að grípa í taumana og styrkja stöðuna, annars fer enskan bara að taka yfir og íslenskan að tilheyra fortíðinni. Það þarf að gefa fólkinu kost á að læra og skilja íslensku áður en það hefur störf í leikskóla. Bjóða upp á námskeið og úrræði sem styðja við og styrkja erlent starfsfólk og hjálpa þeim að fóta sig í íslensku samfélagi. Eins og löndin í kringum okkur gera. Það er erfitt að vinna í leikskóla. Það eru alls ekki allir sem geta staðið undir álaginu sem því fylgir að vinna með börnum. Leikskólalífið krefst mikillar samvinnu.. samskipta..nándar og þolinmæði. Úti og inni. Það er alls ekki allra. Þess vegna þurfum við að vanda okkur. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara að átta sig á hversu mikilvægt er að efla þennan málaflokk og byggja upp kerfi sem tekur á móti erlendu vinnuafli og aðstoðar við að læra málið og kynna þær hæfniskröfur sem gerðar eru t.d í starfi með litlum börnum. Aðstoða fólk við að byggja upp kunnáttu og færni og leiða inn á áhugasvið þeirra hvort sem er í mennta, heilbrigðis eða öðrum geirum þar sem unnið er með fólk.Með því að taka þannig á móti fólkinu, kenna þeim grunninn í íslensku, styrkja og styðja myndi það koma mun öruggara og áhugasamara til starfa og falla betur inn í starfsmannahópinn, allir væru mun öflugri og hlutirnir á allan hátt einfaldari,. Einhvern tíma las ég að starf í leikskóla sé hin nýja farandverkamannavinna. Fyrrum gátu allir sem vildu komið og unnið í fiski, núna geta allir sem vilja komið og unnið í leikskóla. Af hverju? Það geta jú allir passað börn? Eða…? Hvað segja foreldrar? Er þeim sama svo fremi sem börnin þeirra fá leikskólapláss..knúz og kjass? Er ekki eitthvað hrikalega rangt við það að börnin okkar fái ekki alla þá málörvun og örvun allra náms og þroskaþátta sem þeim ber samkvæmt íslenskri aðalnámsskrá, verandi 8-9 tíma í leikskólanum hvern dag? Leikskólanum sem er fyrsta skólastigið. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Að koma orði á allt.. Í töluverðan tíma hef eg haft gríðarlegar áhyggjur af máltöku ungra barna í leikskólum. Eftir 37 ára starf með börnum veit ég hversu mikilvæg máltakan er..hversu mikið vægi hún hefur í daglega lífi lítilla barna og hversu mikill grunnur hún er að framtíð þeirra. Að koma orði á allt, athafnir,hluti og umhverfi skiptir miklu máli og það að fá börnin til að endurtaka,skilja og læra. En umhverfi ungra barna á Íslandi í dag hefur tekið ótrúlega miklum breytingum og skólastarfið allt annað en það var bara fyrir sirka 7-10 árum síðan. Eftir margra ára starf í grónum og vel metnum skóla sem lagði mikla áherslu á nám ungra barna, sjálfstæði þeirra, gleði og lýðræði og þar sem umhverfið sem þriðji kennarinn vó þung í daglegu starfi, færði ég mig í nýjan skóla sem á sér enga sögu, fortíð eða fyrirmynd. Það hefur tekið mikið á leikskólakennarahjartað að fara í þessa vegferð þar sem mönnunin hefur verið bæði þung og erfið og þrýstingur frá rekstraraðilum ótrúlegur..opna deildir..ekki seinna en strax..sama hvað. Enginn tími til að undirbúa neitt eða leggja línur að grunni nýs skóla..klára innviði eða lóð..bara inn með börn og bingó. Ráða alla sem sækja um. Næg vinna fyrir alla! Nýr skóli. Tjékk! Pólitíkusarnir státa sig af efndum kosningaloforða Og svo? Er þeim svo bara drull? Við erum að tala um ungbarnaleikskóla. Starfsmannahópurinn samanstendur af nokkrum reynsluboltum og stórum hópi ungra reynslulítilla og ófagmenntaðra einstaklinga þar sem fólk með íslensku sem móðurmál eru í minnihluta. A.m.k átta tungumál eru töluð í skólanum. Fólk frá Póllandi, Lithaen, Kenya, Venezuela, Columbiu, Ungverjalandi, Thailandi og Íran með litla eða enga íslenskukunnáttu sér um að annast og kenna þessum litlu börnum. Og trúið mér..það var ekki tekið fram í umsókn að maður þyrfti að vera sterkur í íslensku eða öðru tungumáli. Engar kröfur. Neinei. Ólíkir menningarheimar mætast í þessum skóla og misskilningur og ágreiningur um alls konar málefni nánast daglegt brauð, uppákomur og taugatitringur eru hluti af þessari ólíku flóru fólks sem allt vill gera vel en á sinn hátt og með sínu lagi. Inni á deildum eru fyrirmæli..upplýsingar og útskýringar á ensku. Sá sem er betri í ensku yfirfærir svo samræðurnar yfir á pólsku..spænsku eða lithaensku. Fundir fara fram á íslensku og ensku og svo er túlkað hingað og þangað. Ósjaldan er svo efnið ekki að skila sér út í verklagið og vinnuna. Teknar eru ákvarðanir en þeim sjaldan framfylgt, fólk gerir bara það sem það vill. Eftir sínu höfði. Telur sig vera að gera sitt besta. Börnin leika sér eða sitja í fangi og heyra alls konar tungumál í umhverfinu. Skilja ekki. Örvast ekki á þann hátt sem þeim ber. Þau fá athygli og knúz..þau eru krútt og dúllur..sætir rúsínurassar..er það kannski bara nóg? Til að forðast allan misskilning þá er allt þetta fólk yndislegar manneskjur upp til hópa..kærleiksríkar..skemmtilegar og gefandi. Það vantar “bara” íslenskukunnáttu og það vegur þungt í leikskóla. Og þetta er ekki bara svona í mínum skóla. Öðru nær. Atvinnulífið, rekstraraðilarnir, sveitarfélögin og foreldrarnir þrýsta á stjórnendur, öll börn eiga “rétt á” plássi og svo geta allir fengið vinnu í leikskóla. Allir. Á sama tíma erum við sem fagstétt að reyna að halda þúsund boltum á lofti og passa að örvun allra þroskaþátta litlu barnanna okkar sé í hávegum höfð. Þar með talið mál og málskilningur. Með misgóðum árangri. Hvernig læra börn mál? Börn læra mál i gegnum samskipti viò aðra með því að hlusta..tengja við hluti og hugmyndir og prófa sig áfram sjálf meò því að nota málið. Málörvun barna skilar bestum árangri þegar hún fer fram i raunverulegum aðstæðum og er unnin út frá veruleika sem þau þekkja. Þegar leggja á inn orð og hugtök er gott ad geta notað myndrænt efni til að styðja við orðanámið. Börn þurfa i flestum tilvikum aò heyra orð nokkrum,sinnum til að taka þau upp i orðaforðann sinn. (Íris Hrönn Kristinsdóttir.) Málþroski er stór hluti af almennum þroska hvers barns. Fram að þeim tíma er barnið segir sín fyrstu orð er það upptekið við að greina milli hljóða og orða sem það heyrir í umhverfinu. Smám saman eflist hlustunin og málskilningurinn og loks kemur að því að barnið segir sitt fyrsta merkingarbæra orð. Málþroski ungra barna eflist í samræmi við hversu góða málörvun þau fá. Misjafnt er hversu börn eru fljót til máls en þau byrja vanalega að tjá sig með orðum á bilinu 12-18 mánaða og tengja saman tvö orð í setningu um tveggja ára aldurinn. „Fyrstu æviár sín vinna börnin úr þeim reglum sem málumhverfið lýtur og ná á tiltölulega stuttum tíma ótrúlegum árangri þegar þau tileinka sér flóknar reglur móðurmálsins. Flestir fullorðnir eiga mun erfiðara með að tileinka sér nýtt tungumál þrátt fyrir að hafa reglur móðurmálsins að styðjast við og kerfisbundna kennslu í málinu. Það virðist því vera sem börn séu sérstaklega næm fyrir tungumálum. Rannsóknir styðja þetta og talað hefur verið um næmiskeið máltöku til 12 ára aldurs. Sennilegt þykir þó að aðalnæmiskeiðið sé aðeins til 5 eða 6 ára aldurs. Til að hægt sé að tala um að barn hafi móðurmál verður það að læra það á þessum aldri. Dragist máltakan til aldursbilsins 5 – 12 ára virðast börnin ekki ná fullum tökum á málfræði móðurmálsins. Auðugt, vandað málumhverfi í bernsku stuðlar að því að börnin nái góðu valdi á málinu og verði færir málnotendur svo tungumálið megi verða þeim lykill til náms, þroska og samskipta við aðra alla ævina. Því víðtækari reynslu sem barn fær á einu stigi máltökunnar þeim mun betra veganesti hefur það inn á það næsta.“ ( Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir) Þetta vitum við leikskólakennarar. Og þarna eigum við að standa vörð um nám barnanna. Við erum þeirra málsvarar í skólanum og okkur ber að vera það. Og við reynum auðvitað að framfylgja því. En við getum ekki ein og sér framfylgt þessum kröfum..við þurfum hæft og samvinnuþýtt samstarfsfólk í lið með okkur. Fólk sem hefur hæfni og getu til að leggja þennan grunn. Fólk með góða íslenskukunnáttu. Starfsmaður með íslensku sem móðurmál á alla jafna auðvelt með að framfylgja þessum námsþáttum..nota orðin..hljóðin..svipbrigðin og táknin og fá börnin til að endurtaka..herma og skilja. Tengja saman orð og athöfn og búa til tveggja og þriggja orða setningar. Þessi bíll er blár. Ég á þessa skó. Má ég fá þetta. Viltu hjálpa mér? Getur þú sótt húfuna þína? Starfsmaður með litla sem enga íslensku í grunninn getur ekki kennt litlu barni að nota orðin..hljóðin og tengja saman orð og athöfn svo vel fari. Ég hef oft orðið vitni að því þegar lítið barn hefur meitt sig..því er kalt eða einhver hefur ýtt þvi eða hrint og það fer að gráta. Segir..meiddi..katt eða hann lemma mi! Starfsmaður af erlendu bergi brotinn kemur að..segir..þú ekki gráta núna..barra leika! Gaman leika! Farra núna sandkassi! Já! Barnið er að reyna að koma tilfinningum í orð, útskýra hvað er að en starfsmaðurinn skilur ekki barnið og reynir að leiða það í aðra át, beina athyglinni að öðru. Það er vont..þarna hefði starfsmaður átt að beygja sig niður að barninu, grípa augnablikið, sýna hluttekningu, strjúka auma hönd,hlýja kalda fingur, þurrka tár og styrkja þannig barnið í að koma orðum á líðan sína og aðstæður. En, nánast öll samskipti fara fram með eins atkvæðis orðum..barra núna bórða..syngja núna..fara ávextir..kóma bleyju..kannski mála? og fl. í þeim dúr. Óboðlegt ef þið spyrjið mig. Þarna er ekki verið að framfylgja námsskránni og kröfunum um máltöku og málskilning . Í leikskólanum er lagður grunnur að máli ..málskilningi og máltjáningu sem hefur áhrif á alla skólagöngu barnanna. Grunnurinn sem framtíðin þeirra byggir á. Svo mikilvægur og svo stór þáttur í lífi þeirra. Getum við í alvöru bara horft í gegnum fingur okkar af því pólitíkusar hafa gefið einhver loforð og af því foreldrum finnst þeir hafa “rétt á “ leikskólaplássi? Í alvöru? Á ég sem meðvitaður og metnaðarfullur kennari bara að kyngja þessum aðstæðum samviskulaust..vitandi að þetta getur haft heftandi og slæm áhrif á framtíð barnanna minna og valdið þeim erfiðleikum í námi síðar meir? Ég segi að sjálfsögðu nei! Og krefst úrbóta. Hæfniskröfur um störf í íslenskum leik og grunnskólum. Við þurfum að gera kröfur um hæfni þeirra sem sækja um störf í leikskólum á Íslandi.Í löndunum í kring veit ég að ef sótt er um starf er gerð réttlát krafa um að umsækjandi tali og skilji tungumál viðkomandi lands. Þú færð ekki vinnu í leikskólum í löndum eins og Noregi, Danmörku og Þýskalandi nema þú talir og skiljir málið. Af hverju ekki á Íslandi? Af hverju gerum við ekki sömu kröfur? Hvað er að okkur? Erum við eitthvað öðruvísi? Erlent fólk er hvatt til að sækja um í leikskóla til að læra íslensku. Ha? Hver á að kenna þeim? Ómálga börn á viðkvæmu máltökuskeiði? Leikskólakennararnir sem eru bókstaflega að drukkna í verkefnum og slökkva endalausa elda? Eða kannski foreldrarnir sem gera engar athugasemdir við að þurfa að tala ensku við starfsfólkið? Já..því enskan er mikið notuð í öllum samskiptum. Þarna þurfum við,íslenskt samfélag, að taka okkur verulega á. Ef við ætlum að viðhalda íslenskri tungu verðum við að fara að grípa í taumana og styrkja stöðuna, annars fer enskan bara að taka yfir og íslenskan að tilheyra fortíðinni. Það þarf að gefa fólkinu kost á að læra og skilja íslensku áður en það hefur störf í leikskóla. Bjóða upp á námskeið og úrræði sem styðja við og styrkja erlent starfsfólk og hjálpa þeim að fóta sig í íslensku samfélagi. Eins og löndin í kringum okkur gera. Það er erfitt að vinna í leikskóla. Það eru alls ekki allir sem geta staðið undir álaginu sem því fylgir að vinna með börnum. Leikskólalífið krefst mikillar samvinnu.. samskipta..nándar og þolinmæði. Úti og inni. Það er alls ekki allra. Þess vegna þurfum við að vanda okkur. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara að átta sig á hversu mikilvægt er að efla þennan málaflokk og byggja upp kerfi sem tekur á móti erlendu vinnuafli og aðstoðar við að læra málið og kynna þær hæfniskröfur sem gerðar eru t.d í starfi með litlum börnum. Aðstoða fólk við að byggja upp kunnáttu og færni og leiða inn á áhugasvið þeirra hvort sem er í mennta, heilbrigðis eða öðrum geirum þar sem unnið er með fólk.Með því að taka þannig á móti fólkinu, kenna þeim grunninn í íslensku, styrkja og styðja myndi það koma mun öruggara og áhugasamara til starfa og falla betur inn í starfsmannahópinn, allir væru mun öflugri og hlutirnir á allan hátt einfaldari,. Einhvern tíma las ég að starf í leikskóla sé hin nýja farandverkamannavinna. Fyrrum gátu allir sem vildu komið og unnið í fiski, núna geta allir sem vilja komið og unnið í leikskóla. Af hverju? Það geta jú allir passað börn? Eða…? Hvað segja foreldrar? Er þeim sama svo fremi sem börnin þeirra fá leikskólapláss..knúz og kjass? Er ekki eitthvað hrikalega rangt við það að börnin okkar fái ekki alla þá málörvun og örvun allra náms og þroskaþátta sem þeim ber samkvæmt íslenskri aðalnámsskrá, verandi 8-9 tíma í leikskólanum hvern dag? Leikskólanum sem er fyrsta skólastigið. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar