Erlent

Kínverjar setja aukið púður í herinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kínverski forsætisráðherrann Li Keqiang, gengur í humátt á eftir forsetanum Xi Jinping þegar þeir mættu á fund kínverska Alþýðuþingsins. Um skeið var talið að Kequiang gæti gert tilkall til leiðtogahlutverksins í Kína en Xi Jinping hefur fest sig rækilega í sessi og nýu er Li á útleið úr stjórnmálum en Xi ætlar að sitja áfram.
Kínverski forsætisráðherrann Li Keqiang, gengur í humátt á eftir forsetanum Xi Jinping þegar þeir mættu á fund kínverska Alþýðuþingsins. Um skeið var talið að Kequiang gæti gert tilkall til leiðtogahlutverksins í Kína en Xi Jinping hefur fest sig rækilega í sessi og nýu er Li á útleið úr stjórnmálum en Xi ætlar að sitja áfram. AP Photo/Ng Han Guan

Kínverjar ætla að auka útgjöld sín til hermála á þessu ári um sjö prósent.

Þetta var tilkynnt á Fund­i kín­verska Alþýðuþings­ins sem nú kemur saman í Beijing en fundurinn er árlegur. Búist er við að þar verði einnig tilkynnt um að forsetinn Xi Jinping muni sitja áfram sitt þriðja kjörtímabil.

Þrátt fyrir að kínverjar hafi aukið gríðarlega við hernaðaruppbyggingu sína á síðustu árum falla þeir þó enn algjörlega í skuggann af Bandaríkjamönnum. Kínverjar eyða opinberlega um 225 milljörðum bandaríkjadala á ári í hernaðaruppbyggingu en talan fyrir Bandaríkin er um það bil fjórum sinnum hærri. Þó telja sérfræðingar að Kínverjar eyði í raun meira í varnarmál en þeir gefi opinberlega upp.

Forsætisráðherra Kína, Li Keqiang sem brátt lætur af störfum varaði landsmenn við að utanaðkomandi öfl væru nú að reyna að hemja útþennslu Kína og að því ætti kínverski herinn að efla varnir sínar og auka við þjálfun hermanna landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×