Erlent

Grunur um að kveikt hafi verið í stærstu flótta­manna­búðum heims

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Heimili um tólf þúsund manna brunnu til kaldra kola. 
Heimili um tólf þúsund manna brunnu til kaldra kola.  AP Photo/Mahmud Hossain Opu

Yfirvöld í Bangladess rannsaka nú eldsupptök í flóttamannabúðum Rohingja en eldurinn breyddist stjórnlaust um byggðina og nú eru um 12 þúsund flóttamenn án húsaskjóls.

Ekki er talið að manntjón hafi orðið í eldsvoðanum en um 2000 kofar brunnu til ösku. Vísbendingar eru uppi um að kveikt hafi verið í búðunum og hefur einni verið handtekinn vegna rannsóknar málsins.

Talið er að flóttamannabúðirnar, sem eru í suðausturhluta landsins séu þær stærstu í heimi en flestir sem búa þar eru Róhingjar sem hafa flúið ofbeldi og ógnarstjórn í nágrannaríkinu Myannar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×