Háskólann vantar milljarð, núna! Rebekka Karlsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun