„Planið er að yfirtaka Ísland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Juan telur að hann hafi að minnsta kosti gert yfir hundrað verk og jafnvel allt að þúsund. Vísir/Sigurjón Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart)
Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“