Innlent

Jóhannes Nordal er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Nordal árið 2014. Hann var seðlabankastjóri á árinum 1961 til 1993.
Jóhannes Nordal árið 2014. Hann var seðlabankastjóri á árinum 1961 til 1993. Seðlabanki Íslands

Jó­hann­es Nor­dal, sem gegndi embætti seðlabanka­stjóra á árunum 1961 til 1993, er látinn, 98 ára að aldri.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Er þar genginn einn atkvæðamesti maður í íslensku efna­hags­lífi á síðustu öld. 

Jóhannes lauk doktorsgráðu í hagfræði frá London School of Economics árið 1953 og var nokkrum árum síðar ráðinn bankastjóri Landsbankans.

Jóhannes Nordal var svo skipaður seðlabankastjóri árið 1961 og gegndi stöðunni til ársins 1993. Hann var formaður bankastjórnar mestan þann tíma, eða samfleytt frá 1964 og þar til að hann lét af embætti. Hann var sömuleiðis stjórnarformaður Landsvirkjunar frá 1965 til 1995.

Jóhannes kvæntist á sínum tíma Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara, en hún lést árið 2017. Þau eignuðust sex börn, þau Beru, Sigurð, Guðrúnu, Salvöru, Ólöfu og Mörtu. Ólöf lést árið 2017.

Bókin Lifað með öldinni, æviminningar Jóhannesar, kom út á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×