Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR

Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár.