Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR
![Verðbólgan hefur margvísleg áhrif á afkomu Orkuveitunnar.](https://www.visir.is/i/8670B27B7066DCCED2E564DFAF3DA3C6C30FC1AAA5199112924A59E817EB3ABB_713x0.jpg)
Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár.