Sport

Dag­skráin í dag: Allt undir í München og stór­leikur í Ólafs­sal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bayern er 1-0 yfir í einvíginu gegn París Saint-Germian.
Bayern er 1-0 yfir í einvíginu gegn París Saint-Germian. Christian Kaspar-Bartke/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Viðureign Bayern München og París Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt leik Hauka og Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta bera af.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.05 er leikur Breiðabliks og Grindavíkur í Subway-deild kvenna á dagskrá. Klukkan 20.05 er komið að leik Hauka og Keflavíkur í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.35 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 hefst svo útsending frá Allianz-vellinum í München. Heimamenn leiða 1-0 eftir fyrri leik liðanna. PSG er án Neymar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Achraf Hakimi er hins vegar með þó hann hafi verið kærður fyrir nauðgun á dögunum.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í München sem og í leik Tottenham Hotspur og AC Milan.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 03.00 er Women´s Amateur Asia-Pacific Championship-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 19.30 er FRÍS á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×