Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. mars 2023 14:53 Allra augu eru á tónlistarkonunni Selenu Gomez og fyrirsætunni Hailey Bieber. Getty Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. Til þess að skilja þetta mál er nauðsynlegt að þekkja forsöguna. Eins og frægt er átti tónlistarmaðurinn Justin Bieber í eldheitu ástarsambandi við tónlistarkonuna Selenu Gomez. Parið byrjaði fyrst að stinga saman nefjum þegar Justin var aðeins sextán ára gamall og varði samband þeirra í um átta ár, þó með hléum. Á þessum árum var Justin á hápunkti frægðar sinnar og voru því allra augu á sambandinu sem fékk nafnið Jelena. Justin var yfir sig ástfanginn og fór ekki sparlega með stóru orðin í viðtölum, enda Selena fyrsta alvöru ástin hans. Sjá: Justin Bieber og Selena Gomez orðin mjög náin og ljósmyndari náði mynd af kossi Selena Gomez og Justin Bieber voru saman í um átta ár með hléum.Getty/steve granitz Bað Hailey tveimur mánuðum eftir að hann hætti með Selenu Eins og áður segir var sambandið þó slitrótt og tók parið sér nokkrum sinnum hlé og á þeim tíma áttu þau bæði í sambandi við annað fólk. Selena átti í stuttu ástarsambandi við tónlistarmanninn Weeknd og Justin Bieber byrjaði að hitta fyrirsætuna Hailey Baldwin. Justin og Selena virtust þó ekki geta slitið sig frá hvort öðru. Þau enduðu alltaf saman aftur og er óhætt að segja að heimurinn hafi haldið með sambandi þeirra. Í mars árið 2018 fór parið svo í enn eina „pásuna“ og aðeins mánuði síðar sáust Justin og Hailey kyssast. Í kjölfarið voru hlutirnir fljótir að vinda upp á sig. Aðeins tveimur mánuðum eftir sambandsslit Jelenu voru Justin og Hailey trúlofuð og giftu þau sig í september í ráðhúsinu í New York. Þau héldu svo stóra brúðkaupsveislu ári síðar. Sjá: Hailey Baldwin orðin Hailey Bieber á Instagram View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) Hailey sögð hafa stolið Justin Aðdáendur Jelenu voru ekki allir sáttir við hjónabandið og var Hailey sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu. Hugur aðdáenda var hjá vængbrotinni Selenu sem tjáði sig meðal annars í laginu Lose You to Love Me sem hún gaf út mánuði eftir brúðkaupið. Í texta lagsins segir hún meðal annars: „Á tveimur mánuðum skiptir þú okkur út, eins og það hafi verið auðvelt“. Alveg frá því að Justin giftist Hailey árið 2018 hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp sem erkióvinkonum. Síðustu fjögur árin hafa aðdáendur lesið í hver einustu skref þeirra og reynt að finna vísbendingar um óvinskap þeirra á milli. Hailey svaraði fyrir þessar ásakanir í hlaðvarpi á síðasta ári. Hún sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi. Þá sagðist hún hafa rætt málin við Selenu og það væri ekkert nema ást og virðing þeirra á milli. Sjá: Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Mánuði síðar ætlaði svo allt um koll að keyra þegar þær stöllur stilltu sér upp fyrir myndatöku saman á viðburði í Los Angeles. Þar með töldu margir að þær hefðu þaggað niður orðróminn um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Svo var þó aldeilis ekki. Myndin sem setti samfélagsmiðla á hliðina.skjáskot Stóra augabrúnamálið Fyrir tveimur vikum síðan fór dramað að gera vart við sig á ný. Það hófst allt á því að Selena Gomez setti inn myndband þar sem hún sýndi augabrúnir sínar. Hún sagðist hafa farið í augabrúnalyftingu [e. brow lamination] og óvart gert aðeins of mikið. Í kjölfarið birti raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mynd af sér þar sem hún spurði: „Var þetta óvart?????“ og tóku aðdáendur því sem Kylie væri að svara Selenu. Skömmu síðar birtist svo skjáskot úr FaceTime símtali á milli Kylie Jenner og Hailey Bieber þar sem þær sýndu báðar augabrúnir sínar. Eins saklaust og það hljómar voru aðdáendur fljótir að lesa í málið og tóku þessu að sjálfsögðu sem beinu skoti vinkvennanna á Selenu Gomez. Þar með var dramað á milli Hailey Bieber og Selenu Gomez aftur á dagskrá. @love_only_me4 omg Selena beat kylie's story on ig #selenagomez #selenaisaqueen #selenaandkyliescandal cardigan - Taylor Swift Jenner systur sagðar hafa aðstoðað Hailey Til að útskýra aðkomu Kylie Jenner að málinu er vert að taka fram að Jenner systurnar Kylie og Kendall voru sakaðar um að hafa aðstoðað Hailey við að „stela“ Justin. Það eiga þær meðal annars að hafa gert með því að bjóða Selenu til Dubai ein áramótin á meðan Jelena var í pásu, til þess að Hailey gæti eytt kvöldinu með Justin, sem hún vissulega gerði og þau kysstust það kvöld. Þá er Selena nýlega búin að taka fram úr vinsældum Kylie Jenner á Instagram. Það töldu aðdáendur Selenu vera nógu góða ástæðu til þess að Kylie tæki þátt í drama á milli Hailey og Selenu. Kylie var þó fljót að svara fyrir þetta á TikTok þar sem hún þvertók fyrir það að hafa verið að skjóta á Selenu. Aðdáendur væru hreinlega að búa til drama úr engu. Selena tók undir orð Kylie og sagðist vera mikill aðdáandi hennar. Hailey Bieber og Kylie Jenner eru góðar vinkonur.Getty/Chris Weeks Hellti bensíni á eldinn með athugasemd á TikTok Allt í lagi. Þrátt fyrir að ekkert illt sé á milli Kylie og Selenu, þá var Hailey ekki búin að tjá sig um sína aðkomu að „stóra augabrúnamálinu“ og enginn búinn að árétta að ekkert drama væri á milli Hailey og Selenu. Þess í stað hellti Selena bensíni á eldinn með athugasemd á TikTok. Aðdáandi birti myndband þar sem hann sagði Hailey vera illkvittna og kallaði hana kúltúrbarn. Þá sagðist hann jafnframt finna til með Selenu að hún þurfi að standa í þessu „mean girl drama“. Undir þetta myndband skrifaði Selena „Ég elska þig“ og voru netverjar fljótir að lesa í það að Selena væri þar með að viðurkenna að það væri raunverulega fótur fyrir þessu. Eftir þetta má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp vísbendingar þess að Hailey sé í raun og veru illkvittin og að hún hafi eftir allt saman stolið Justin. @darcirae23 Hailey Baldwin/Bieber making fun of Selena Gomez in an old video. if your jealous JUST SAY THAT #teamselenagomez original sound - Darci Bryson Ein af fyrstu „vísbendingunum“ var myndband sem einn TikTok notandi gróf upp af Hailey þar sem hún var að kynna tónlistarverðlaun. Þegar minnst er á plötu tónlistarkonunnar Taylor Swift má sjá Hailey setja puttann upp í kok og þykjast kúgast. Selena tók sig til og skrifaði athugasemd undir myndbandið. „Besta vinkona mín er og verður alltaf ein sú besta í þessum bransa,“ skrifaði Selena sem virtist síður en svo sátt við athæfi Hailey. @celebrityeditssx #selenagomez #haileybieber #taylorswift #celebrity #celebrities original sound - celebrityeditssx Segja Hailey hafa verið heltekna af Selenu Fleiri myndbönd streymdu inn og TikTok fylltist af myndböndunum um Hailey og Selenu, flest þess efnis að Hailey væri fölsk og illkvittin, á meðan Selena væri raunverulega góð manneskja. Í öðrum myndböndum var rýnt í samband Jelenu og svo hjónaband Justin og Hailey eða Jailey eins og það er kallað. Netverjar þóttust sjá grundvallarmun á Justin í þessum tveimur samböndum. Hann sé óhamingjusamur og leiður með Hailey, á meðan hamingjan hafi skinið af honum þegar hann var með Selenu. @celebrityedits9 Jelena >>> #fyp #jelena #justinbieber #selenagomez #haileybieber #foryou #trending original sound - kat @jelena.moments #jelena #jelenaforever #selenagomez #justinbieber #justinandselena #fyp #foryou #viral original sound - Þá hafa einnig verið grafin upp skjáskot og myndir sem sýna hve mikill aðdáandi Hailey var af Selenu og sambandi Jelenu á hennar unglingsárum. Hún tjáði sig stöðugt um sambandið á samfélagsmiðlum og mætti á viðburði þar sem þau voru. Sumir netverjar vilja jafnvel meina að Hailey hafi verið heltekin af þeim þegar hún var unglingur. En hvaða unglingsstúlka var það ekki? Skjáskot af gömlum tvítum Hailey Bieber. @selena.bieber #selenagomez #haileybieber #kyliejenner #jelena #justinbieber #celebrities #xyzbca #fyp #drama #fan #haileybaldwin original sound - EX7STENCE Sögð hafa ráðið förðunarfræðing Selenu fyrir brúðkaupið Aðdáendur hafa rýnt í lög Justin og reynt að finna vísbendingar í textum hans. Í ástarlaginu 10.0000 hours syngur Justin um stúlkuna sem hann elskar. Lagið kom út árið 2021 og Hailey kemur fram í myndbandi lagsins. Í textanum segir þó: „Er millinafnið þitt í höfuðið á ömmu þinni?“. Þetta fannst aðdáendum athyglisvert, því Hailey heitir sannarlega ekki í höfuðið á ömmu sinni en Selena ber aftur á móti millinafn ömmu sinnar. Þá hafa verið grafin upp brot úr viðtölum þar sem má heyra Hailey segja að tiltekin lög fjalli um hana, á meðan það má heyra Justin segja að lögin hafi verið samin um Selenu. Myndir sína einnig að í gegnum tíðina hefur Hailey hermt eftir ýmsu sem Selena hefur gert. Má þar nefna fataval, húðflúr og jafnvel nákvæmlega sömu svör í viðtölum. Einhverjir hafa bent á matreiðsluþátt sem Hailey byrjaði með sem er nákvæmlega eins og matreiðsluþáttur sem Selena var með áður. Þá er Hailey sögð hafa ráðið bæði förðunarfræðing og naglafræðing Selenu til þess að farða sig og gera á sig neglur fyrir brúðkaup hennar og Justins. @haileyisameangirl Times Hailey copied Selena. Part 1 of many The Cooking Show #selenagomez #rarebeauty #haileybieber #haileybaldwin #fyp #foryou #selenapluschef #whatsinmykitchen Toxic - Britney Spears @lovelyy_esmyy The fact that this has been going on for years #stalker #stalkervibes #copycat #identitytheft #delusionalgirl #selenators4life #haileybaldloose #obsessionisreal #rootwork #jealousyisadisease #selenagomezvideos original sound - No Niche Babe @selena6ix She really couldn't think of anything else? #haileybeiber #selenagomez #haileycopyselena #selenagomezinterview #haileybieberinterview #haileybaldwinbieber #celebritydrama #teatiktok original sound - Selena Selena virðist hafa fengið nóg, því í lok febrúar fór hún í samfélagsmiðlapásu. „Ég er þrjátíu ára og er of gömul fyrir þetta,“ sagði hún í viðtali við People. Sú pása varði þó stutt því stuttu seinna var hún komin aftur. Hún hvatti fólk til þess að sýna hvert öðru góðvild. Síðustu dagar hefðu tekið á hana og hún vildi öðrum aðeins það besta. Þá þakkaði hún aðdáendum fyrir alla ástina og allan stuðninginn. Justin ekki með giftingarhringinn í afmælinu Hailey Bieber hefur hins vegar ekki tjáð sig. Á afmælisdegi Justins, þann 1. mars, birti Hailey myndir af þeim hjónum í tilefni dagsins. Athugasemdakerfið fylltist af neikvæðum ummælum og veltu einhverjir því fyrir sér hvers vegna Justin bæri ekki giftingarhring. Þá voru aðrir sem tóku eftir því að Justin skrifaði ekkert undir færsluna eins og líkaði ekki heldur við hana. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Nokkrum dögum síðar birti Justin myndir úr afmælisveislunni. Á þeim myndum var giftingarhringur Justins hvergi sjáanlegur. Þá þykjast einhverjir netverjar sjá það á myndum af þeim hjónum úr veislunni að þau séu óhamingjusöm og velta því fyrir sér hvort skilnaður sé í uppsiglingu. Eftir afmælið birtust svo myndir af gjöfum sem Justin hafði gefið gestum sínum í afmælinu. Um er að ræða kveikjara sem á stóð: „Ég er svo þakklátur fyrir það að ég endaði ekki með það sem ég hélt ég vildi“. Aðdáendur voru að sjálfsögðu fljótir að lesa í þessi undarlegu skilaboð að þarna ætti hann við Selenu. pic.twitter.com/7ZRp1i9AgX— Alfredo Flores (@AlfredoFlores) March 5, 2023 11 milljónir manns hafa bæst í fylgjendahóp Selenu Það eru hinar ýmsu samsæriskenningar á lofti eins og að Justin hafi gifst Hailey vegna þess að landvistarleyfið hans í Bandaríkjunum hafi verið að renna út, því Justin er frá Kanada, og að foreldrar þeirra hafi neytt þau til þess að giftast. Þá eru aðrir sem telja að allt þetta drama sé tilbúningur sem sé hluti af einhvers konar markaðssetningu. Hvort sem þetta drama sé tilbúningur aðdáenda eða ekki, er ljóst að þetta er eitt stærsta Hollywood drama ársins. Hailey Bieber hefur misst yfir milljón fylgjendur á Instagram, á meðan fylgjendafjöldi Selenu hefur aukist um ellefu milljónir. Þá hafa verið settar upp þjórféskrukkur víðs vegar um Bandaríkin þar sem viðskiptavinir þurfa að velja hvort þeir setji pening í Selenu-krukkuna eða Hailey-krukkuna. Áhugasamir geta fylgst með framvindu málsins á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem notendur eru fljótir að grípa hverja einustu vísbendingu. Þá gerðu þær Sunneva Einars og Birta Líf sérstakan þátt af hlaðvarpinu Teboðinu þar sem þær fóru yfir málið og þann þátt má horfa á hér að neðan. Hollywood Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2022 11:10 Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Hailey Baldwin orðin Hailey Bieber á Instagram Fyrirsætan Hailey Baldwin hefur breytt nafni sínu á Instagram í Hailey Bieber. 18. nóvember 2018 16:41 Justin og Hailey blása til brúðkaupsveislu í næsta mánuði Söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Bieber sendu loks út boðskort til vina og ættingja í brúðkaupsveisluna þeirra sem haldin verður í Suður Karólínu 30. september. 22. ágúst 2019 16:00 Justin Bieber og Selena Gomez orðin mjög náin og ljósmyndari náði mynd af kossi Tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber voru einu sinni par en þau hættu saman árið 2014. 20. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Til þess að skilja þetta mál er nauðsynlegt að þekkja forsöguna. Eins og frægt er átti tónlistarmaðurinn Justin Bieber í eldheitu ástarsambandi við tónlistarkonuna Selenu Gomez. Parið byrjaði fyrst að stinga saman nefjum þegar Justin var aðeins sextán ára gamall og varði samband þeirra í um átta ár, þó með hléum. Á þessum árum var Justin á hápunkti frægðar sinnar og voru því allra augu á sambandinu sem fékk nafnið Jelena. Justin var yfir sig ástfanginn og fór ekki sparlega með stóru orðin í viðtölum, enda Selena fyrsta alvöru ástin hans. Sjá: Justin Bieber og Selena Gomez orðin mjög náin og ljósmyndari náði mynd af kossi Selena Gomez og Justin Bieber voru saman í um átta ár með hléum.Getty/steve granitz Bað Hailey tveimur mánuðum eftir að hann hætti með Selenu Eins og áður segir var sambandið þó slitrótt og tók parið sér nokkrum sinnum hlé og á þeim tíma áttu þau bæði í sambandi við annað fólk. Selena átti í stuttu ástarsambandi við tónlistarmanninn Weeknd og Justin Bieber byrjaði að hitta fyrirsætuna Hailey Baldwin. Justin og Selena virtust þó ekki geta slitið sig frá hvort öðru. Þau enduðu alltaf saman aftur og er óhætt að segja að heimurinn hafi haldið með sambandi þeirra. Í mars árið 2018 fór parið svo í enn eina „pásuna“ og aðeins mánuði síðar sáust Justin og Hailey kyssast. Í kjölfarið voru hlutirnir fljótir að vinda upp á sig. Aðeins tveimur mánuðum eftir sambandsslit Jelenu voru Justin og Hailey trúlofuð og giftu þau sig í september í ráðhúsinu í New York. Þau héldu svo stóra brúðkaupsveislu ári síðar. Sjá: Hailey Baldwin orðin Hailey Bieber á Instagram View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) Hailey sögð hafa stolið Justin Aðdáendur Jelenu voru ekki allir sáttir við hjónabandið og var Hailey sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu. Hugur aðdáenda var hjá vængbrotinni Selenu sem tjáði sig meðal annars í laginu Lose You to Love Me sem hún gaf út mánuði eftir brúðkaupið. Í texta lagsins segir hún meðal annars: „Á tveimur mánuðum skiptir þú okkur út, eins og það hafi verið auðvelt“. Alveg frá því að Justin giftist Hailey árið 2018 hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp sem erkióvinkonum. Síðustu fjögur árin hafa aðdáendur lesið í hver einustu skref þeirra og reynt að finna vísbendingar um óvinskap þeirra á milli. Hailey svaraði fyrir þessar ásakanir í hlaðvarpi á síðasta ári. Hún sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi. Þá sagðist hún hafa rætt málin við Selenu og það væri ekkert nema ást og virðing þeirra á milli. Sjá: Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Mánuði síðar ætlaði svo allt um koll að keyra þegar þær stöllur stilltu sér upp fyrir myndatöku saman á viðburði í Los Angeles. Þar með töldu margir að þær hefðu þaggað niður orðróminn um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Svo var þó aldeilis ekki. Myndin sem setti samfélagsmiðla á hliðina.skjáskot Stóra augabrúnamálið Fyrir tveimur vikum síðan fór dramað að gera vart við sig á ný. Það hófst allt á því að Selena Gomez setti inn myndband þar sem hún sýndi augabrúnir sínar. Hún sagðist hafa farið í augabrúnalyftingu [e. brow lamination] og óvart gert aðeins of mikið. Í kjölfarið birti raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mynd af sér þar sem hún spurði: „Var þetta óvart?????“ og tóku aðdáendur því sem Kylie væri að svara Selenu. Skömmu síðar birtist svo skjáskot úr FaceTime símtali á milli Kylie Jenner og Hailey Bieber þar sem þær sýndu báðar augabrúnir sínar. Eins saklaust og það hljómar voru aðdáendur fljótir að lesa í málið og tóku þessu að sjálfsögðu sem beinu skoti vinkvennanna á Selenu Gomez. Þar með var dramað á milli Hailey Bieber og Selenu Gomez aftur á dagskrá. @love_only_me4 omg Selena beat kylie's story on ig #selenagomez #selenaisaqueen #selenaandkyliescandal cardigan - Taylor Swift Jenner systur sagðar hafa aðstoðað Hailey Til að útskýra aðkomu Kylie Jenner að málinu er vert að taka fram að Jenner systurnar Kylie og Kendall voru sakaðar um að hafa aðstoðað Hailey við að „stela“ Justin. Það eiga þær meðal annars að hafa gert með því að bjóða Selenu til Dubai ein áramótin á meðan Jelena var í pásu, til þess að Hailey gæti eytt kvöldinu með Justin, sem hún vissulega gerði og þau kysstust það kvöld. Þá er Selena nýlega búin að taka fram úr vinsældum Kylie Jenner á Instagram. Það töldu aðdáendur Selenu vera nógu góða ástæðu til þess að Kylie tæki þátt í drama á milli Hailey og Selenu. Kylie var þó fljót að svara fyrir þetta á TikTok þar sem hún þvertók fyrir það að hafa verið að skjóta á Selenu. Aðdáendur væru hreinlega að búa til drama úr engu. Selena tók undir orð Kylie og sagðist vera mikill aðdáandi hennar. Hailey Bieber og Kylie Jenner eru góðar vinkonur.Getty/Chris Weeks Hellti bensíni á eldinn með athugasemd á TikTok Allt í lagi. Þrátt fyrir að ekkert illt sé á milli Kylie og Selenu, þá var Hailey ekki búin að tjá sig um sína aðkomu að „stóra augabrúnamálinu“ og enginn búinn að árétta að ekkert drama væri á milli Hailey og Selenu. Þess í stað hellti Selena bensíni á eldinn með athugasemd á TikTok. Aðdáandi birti myndband þar sem hann sagði Hailey vera illkvittna og kallaði hana kúltúrbarn. Þá sagðist hann jafnframt finna til með Selenu að hún þurfi að standa í þessu „mean girl drama“. Undir þetta myndband skrifaði Selena „Ég elska þig“ og voru netverjar fljótir að lesa í það að Selena væri þar með að viðurkenna að það væri raunverulega fótur fyrir þessu. Eftir þetta má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp vísbendingar þess að Hailey sé í raun og veru illkvittin og að hún hafi eftir allt saman stolið Justin. @darcirae23 Hailey Baldwin/Bieber making fun of Selena Gomez in an old video. if your jealous JUST SAY THAT #teamselenagomez original sound - Darci Bryson Ein af fyrstu „vísbendingunum“ var myndband sem einn TikTok notandi gróf upp af Hailey þar sem hún var að kynna tónlistarverðlaun. Þegar minnst er á plötu tónlistarkonunnar Taylor Swift má sjá Hailey setja puttann upp í kok og þykjast kúgast. Selena tók sig til og skrifaði athugasemd undir myndbandið. „Besta vinkona mín er og verður alltaf ein sú besta í þessum bransa,“ skrifaði Selena sem virtist síður en svo sátt við athæfi Hailey. @celebrityeditssx #selenagomez #haileybieber #taylorswift #celebrity #celebrities original sound - celebrityeditssx Segja Hailey hafa verið heltekna af Selenu Fleiri myndbönd streymdu inn og TikTok fylltist af myndböndunum um Hailey og Selenu, flest þess efnis að Hailey væri fölsk og illkvittin, á meðan Selena væri raunverulega góð manneskja. Í öðrum myndböndum var rýnt í samband Jelenu og svo hjónaband Justin og Hailey eða Jailey eins og það er kallað. Netverjar þóttust sjá grundvallarmun á Justin í þessum tveimur samböndum. Hann sé óhamingjusamur og leiður með Hailey, á meðan hamingjan hafi skinið af honum þegar hann var með Selenu. @celebrityedits9 Jelena >>> #fyp #jelena #justinbieber #selenagomez #haileybieber #foryou #trending original sound - kat @jelena.moments #jelena #jelenaforever #selenagomez #justinbieber #justinandselena #fyp #foryou #viral original sound - Þá hafa einnig verið grafin upp skjáskot og myndir sem sýna hve mikill aðdáandi Hailey var af Selenu og sambandi Jelenu á hennar unglingsárum. Hún tjáði sig stöðugt um sambandið á samfélagsmiðlum og mætti á viðburði þar sem þau voru. Sumir netverjar vilja jafnvel meina að Hailey hafi verið heltekin af þeim þegar hún var unglingur. En hvaða unglingsstúlka var það ekki? Skjáskot af gömlum tvítum Hailey Bieber. @selena.bieber #selenagomez #haileybieber #kyliejenner #jelena #justinbieber #celebrities #xyzbca #fyp #drama #fan #haileybaldwin original sound - EX7STENCE Sögð hafa ráðið förðunarfræðing Selenu fyrir brúðkaupið Aðdáendur hafa rýnt í lög Justin og reynt að finna vísbendingar í textum hans. Í ástarlaginu 10.0000 hours syngur Justin um stúlkuna sem hann elskar. Lagið kom út árið 2021 og Hailey kemur fram í myndbandi lagsins. Í textanum segir þó: „Er millinafnið þitt í höfuðið á ömmu þinni?“. Þetta fannst aðdáendum athyglisvert, því Hailey heitir sannarlega ekki í höfuðið á ömmu sinni en Selena ber aftur á móti millinafn ömmu sinnar. Þá hafa verið grafin upp brot úr viðtölum þar sem má heyra Hailey segja að tiltekin lög fjalli um hana, á meðan það má heyra Justin segja að lögin hafi verið samin um Selenu. Myndir sína einnig að í gegnum tíðina hefur Hailey hermt eftir ýmsu sem Selena hefur gert. Má þar nefna fataval, húðflúr og jafnvel nákvæmlega sömu svör í viðtölum. Einhverjir hafa bent á matreiðsluþátt sem Hailey byrjaði með sem er nákvæmlega eins og matreiðsluþáttur sem Selena var með áður. Þá er Hailey sögð hafa ráðið bæði förðunarfræðing og naglafræðing Selenu til þess að farða sig og gera á sig neglur fyrir brúðkaup hennar og Justins. @haileyisameangirl Times Hailey copied Selena. Part 1 of many The Cooking Show #selenagomez #rarebeauty #haileybieber #haileybaldwin #fyp #foryou #selenapluschef #whatsinmykitchen Toxic - Britney Spears @lovelyy_esmyy The fact that this has been going on for years #stalker #stalkervibes #copycat #identitytheft #delusionalgirl #selenators4life #haileybaldloose #obsessionisreal #rootwork #jealousyisadisease #selenagomezvideos original sound - No Niche Babe @selena6ix She really couldn't think of anything else? #haileybeiber #selenagomez #haileycopyselena #selenagomezinterview #haileybieberinterview #haileybaldwinbieber #celebritydrama #teatiktok original sound - Selena Selena virðist hafa fengið nóg, því í lok febrúar fór hún í samfélagsmiðlapásu. „Ég er þrjátíu ára og er of gömul fyrir þetta,“ sagði hún í viðtali við People. Sú pása varði þó stutt því stuttu seinna var hún komin aftur. Hún hvatti fólk til þess að sýna hvert öðru góðvild. Síðustu dagar hefðu tekið á hana og hún vildi öðrum aðeins það besta. Þá þakkaði hún aðdáendum fyrir alla ástina og allan stuðninginn. Justin ekki með giftingarhringinn í afmælinu Hailey Bieber hefur hins vegar ekki tjáð sig. Á afmælisdegi Justins, þann 1. mars, birti Hailey myndir af þeim hjónum í tilefni dagsins. Athugasemdakerfið fylltist af neikvæðum ummælum og veltu einhverjir því fyrir sér hvers vegna Justin bæri ekki giftingarhring. Þá voru aðrir sem tóku eftir því að Justin skrifaði ekkert undir færsluna eins og líkaði ekki heldur við hana. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Nokkrum dögum síðar birti Justin myndir úr afmælisveislunni. Á þeim myndum var giftingarhringur Justins hvergi sjáanlegur. Þá þykjast einhverjir netverjar sjá það á myndum af þeim hjónum úr veislunni að þau séu óhamingjusöm og velta því fyrir sér hvort skilnaður sé í uppsiglingu. Eftir afmælið birtust svo myndir af gjöfum sem Justin hafði gefið gestum sínum í afmælinu. Um er að ræða kveikjara sem á stóð: „Ég er svo þakklátur fyrir það að ég endaði ekki með það sem ég hélt ég vildi“. Aðdáendur voru að sjálfsögðu fljótir að lesa í þessi undarlegu skilaboð að þarna ætti hann við Selenu. pic.twitter.com/7ZRp1i9AgX— Alfredo Flores (@AlfredoFlores) March 5, 2023 11 milljónir manns hafa bæst í fylgjendahóp Selenu Það eru hinar ýmsu samsæriskenningar á lofti eins og að Justin hafi gifst Hailey vegna þess að landvistarleyfið hans í Bandaríkjunum hafi verið að renna út, því Justin er frá Kanada, og að foreldrar þeirra hafi neytt þau til þess að giftast. Þá eru aðrir sem telja að allt þetta drama sé tilbúningur sem sé hluti af einhvers konar markaðssetningu. Hvort sem þetta drama sé tilbúningur aðdáenda eða ekki, er ljóst að þetta er eitt stærsta Hollywood drama ársins. Hailey Bieber hefur misst yfir milljón fylgjendur á Instagram, á meðan fylgjendafjöldi Selenu hefur aukist um ellefu milljónir. Þá hafa verið settar upp þjórféskrukkur víðs vegar um Bandaríkin þar sem viðskiptavinir þurfa að velja hvort þeir setji pening í Selenu-krukkuna eða Hailey-krukkuna. Áhugasamir geta fylgst með framvindu málsins á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem notendur eru fljótir að grípa hverja einustu vísbendingu. Þá gerðu þær Sunneva Einars og Birta Líf sérstakan þátt af hlaðvarpinu Teboðinu þar sem þær fóru yfir málið og þann þátt má horfa á hér að neðan.
Hollywood Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2022 11:10 Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Hailey Baldwin orðin Hailey Bieber á Instagram Fyrirsætan Hailey Baldwin hefur breytt nafni sínu á Instagram í Hailey Bieber. 18. nóvember 2018 16:41 Justin og Hailey blása til brúðkaupsveislu í næsta mánuði Söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Bieber sendu loks út boðskort til vina og ættingja í brúðkaupsveisluna þeirra sem haldin verður í Suður Karólínu 30. september. 22. ágúst 2019 16:00 Justin Bieber og Selena Gomez orðin mjög náin og ljósmyndari náði mynd af kossi Tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber voru einu sinni par en þau hættu saman árið 2014. 20. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2022 11:10
Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30
Hailey Baldwin orðin Hailey Bieber á Instagram Fyrirsætan Hailey Baldwin hefur breytt nafni sínu á Instagram í Hailey Bieber. 18. nóvember 2018 16:41
Justin og Hailey blása til brúðkaupsveislu í næsta mánuði Söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Bieber sendu loks út boðskort til vina og ættingja í brúðkaupsveisluna þeirra sem haldin verður í Suður Karólínu 30. september. 22. ágúst 2019 16:00
Justin Bieber og Selena Gomez orðin mjög náin og ljósmyndari náði mynd af kossi Tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber voru einu sinni par en þau hættu saman árið 2014. 20. nóvember 2017 13:30