Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 16:10 Valli flatbaka mun standa síðustu vaktina í mars. Eftir það verður hann Valli indican. Instagram Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum. Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum.
Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira