Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2023 07:01 K.J. Osborn bjargaði mannslífi á dögunum. Stephen Maturen/Getty Images/Twitter Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service]. NFL Bandaríkin Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service].
NFL Bandaríkin Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira