Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2023 07:01 K.J. Osborn bjargaði mannslífi á dögunum. Stephen Maturen/Getty Images/Twitter Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service]. NFL Bandaríkin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira
Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service].
NFL Bandaríkin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira