Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:01 Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun