Tónlist

Þessi spila á Aldrei fór ég suður

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ragga Gísla treður upp á Aldrei fór ég suður í ár
Ragga Gísla treður upp á Aldrei fór ég suður í ár María Kjartansdóttir

Ragga Gísla, FM Belfast og Bríet eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði 7.-8. apríl næstkomandi. 

Hátíðin, sem brátt verður 20 ára gömul, fer fram um páskahelgina í húsnæði Kampa við Aldrei fór ég suðurgötu á Ísafirði. 

Nú hefur verið tilkynnt um þá tónlistarmenn sem fram munu koma:

FM Belfast 

Árný Margrét

Ragga Gísla

The Vintage Caravan

Bríet

Siggi Björns

Kvikindi

Una Torfa

Los bomboneros

Gróa

Russian. girls

Sigurvegarar músíktilrauna

Það verður því eitthvað fyrir alla á hátíðinni í ár. Samkvæmt tilkynningu er ekki er loku fyrir það skotið að viðbætur við dagskrána verði kynntar þegar nær dregur. 

„Búast má við fjölda skemmtilegra gesta til Ísafjarðar og nágrannabyggðalaga en páskafjörið nær einmitt iðulega yfir fjöll, dali og ofan í næstu firði. Tónleikar, skíði, plokkfiskur, uppistand, samvera, fjölskyldustuð og stemning,“ segir í tilkynningu Aldrei fór ég suður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×